O.J. - Frá betrunarheimili til frægðar 17. september 2007 14:48 O.J. Simpson á lögreglustöð í Las Vegas eftir handtökuna í gær. MYND/AFP O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur. Orenthal James Simpson er fæddur 9. júlí 1947 og alinn upp í San Fransisco. Ekki leit út fyrir að drengurinn yrði íþróttamaður, því þriggja ára greindist hann með beinkröm og þurfti að notast við heimagerðar stuðningsgrindur í tvö ár. Þrettán ára gamall gekk hann til liðs við götuklíku í borginni og var síðan komið fyrir á betrunarheimili tveimur árum síðar. Simpson hóf að spila amerískan ruðning í gagnfræðaskóla og öðlaðist frægð fyrir frábæra frammistöðu sem atvinnumaður. Þar öðlaðist hann gælunafnið The Juice. Hann lék með Buffalo Bills og San Fransisco 49´ers og var valinn besti leikmaður deildarinnar árin 1972 og 1973. Hann var vígður inn í frægðarhöll bandarískra íþróttamanna árið 1985. Simpson hóf kvikmyndaleikferil sinn árið 1974. Hann lék meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinn Rætur og ýmsum kvikmyndum, þar á meðal Naked Gun myndunum. Um tíma leit út fyrir að hann myndi hreppa aðalhlutverkið í myndinni The Terminator, en ímynd hans sem "góða mannsins" þótti skemma fyrir trúverðugleika þorparans í myndinni. O.J. stofnaði síðan sitt eigið kvikmyndafyrirtæki Orenthal Productions sem framleiddu aðallega efni fyrir sjónvarp. Simpson giftist fyrri konu sinni árið 1967. Þau eignuðust þrjú börn, en skildu ári eftir að yngsta barnið, þá tveggja ára, drukknaði í sundlaug fjölskyldunnar. Árið 1985 giftist hann hinni þýskættuðu Nicole Brown. Þau eignuðust tvö börn saman, en Nicole skildi við O.J. árið 1992 og sagði ofbeldishegðun hans orsökina. Árið 1994 fannst Nicole myrt fyrir utan heimili sitt ásamt vini sínum Ronald Goldman. Simpson var ákærður fyrir morðin. Hann gaf sig ekki fram við lögreglu sem endaði með eltingaleik lögreglu við O.J. og var sýnt beint í amerísku sjónvarpi. Eltingaleikurinn og réttarhaldið gegn honum eru meðal stærstu sjónvarpsviðburða í amerískri sjónvarpssögu. Sýnt var beint frá réttarhöldunum sem voru jafnan nefnd Réttarhöld sögunnar. Sýknuúrskurður vakti hörð viðbrögð og þótti auka kynþáttafordóma. Árið 1997 var Simpson dæmdur ábyrgur fyrir morðunum í einkamáli sem faðir Goldmans höfðaði gegn honum. Hann komst að mestu hjá því að greiða 33 milljón dollara skaðabætur til fjölskyldunnar vegna verndar á eftirlaunagreiðslum. Hann hélt því fyrri lífsstíl með greiðslum úr eftirlaunasjóði ruðningsmanna og flutti til Miami í Flórída, þar sem ekki er löglegt að taka heimili manneskju upp í greiðslu skuldar. Goldman fjölskyldan fékk þó andvirði Heisman verðlaunanna og þóknun sem Simpson fékk fyrir að birtast í tölvuleik. Simpson skrifaði bókina "Ef ég gerði það" árið 2006. Útgefandinn hætti við útgáfu hennar eftir mótmæli almennings. Gjaldþrotadómstóll framseldi síðan útgáfuréttinn til Goldman fjölskyldunnar sem gaf bókinni heitið "Ef ég gerði það: Játning morðingjans." Bókin kom út á fimmtudag, sama dag og minjagripaþjófnaðurinn átti sér stað. Fyrir morðið á Nicole Brown og Goldman var ímynd almennings af Simpsons ákaflega góð. Hann umgekkst hvíta jafnt sem svarta og þótti brúa bil kynþáttamunar og táknræns aðskilnaðar. Eftir morðið lagði hins vegar stór hluti almennings í Bandaríkjunum fæð á hann. Erlent Tengdar fréttir Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur. Orenthal James Simpson er fæddur 9. júlí 1947 og alinn upp í San Fransisco. Ekki leit út fyrir að drengurinn yrði íþróttamaður, því þriggja ára greindist hann með beinkröm og þurfti að notast við heimagerðar stuðningsgrindur í tvö ár. Þrettán ára gamall gekk hann til liðs við götuklíku í borginni og var síðan komið fyrir á betrunarheimili tveimur árum síðar. Simpson hóf að spila amerískan ruðning í gagnfræðaskóla og öðlaðist frægð fyrir frábæra frammistöðu sem atvinnumaður. Þar öðlaðist hann gælunafnið The Juice. Hann lék með Buffalo Bills og San Fransisco 49´ers og var valinn besti leikmaður deildarinnar árin 1972 og 1973. Hann var vígður inn í frægðarhöll bandarískra íþróttamanna árið 1985. Simpson hóf kvikmyndaleikferil sinn árið 1974. Hann lék meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinn Rætur og ýmsum kvikmyndum, þar á meðal Naked Gun myndunum. Um tíma leit út fyrir að hann myndi hreppa aðalhlutverkið í myndinni The Terminator, en ímynd hans sem "góða mannsins" þótti skemma fyrir trúverðugleika þorparans í myndinni. O.J. stofnaði síðan sitt eigið kvikmyndafyrirtæki Orenthal Productions sem framleiddu aðallega efni fyrir sjónvarp. Simpson giftist fyrri konu sinni árið 1967. Þau eignuðust þrjú börn, en skildu ári eftir að yngsta barnið, þá tveggja ára, drukknaði í sundlaug fjölskyldunnar. Árið 1985 giftist hann hinni þýskættuðu Nicole Brown. Þau eignuðust tvö börn saman, en Nicole skildi við O.J. árið 1992 og sagði ofbeldishegðun hans orsökina. Árið 1994 fannst Nicole myrt fyrir utan heimili sitt ásamt vini sínum Ronald Goldman. Simpson var ákærður fyrir morðin. Hann gaf sig ekki fram við lögreglu sem endaði með eltingaleik lögreglu við O.J. og var sýnt beint í amerísku sjónvarpi. Eltingaleikurinn og réttarhaldið gegn honum eru meðal stærstu sjónvarpsviðburða í amerískri sjónvarpssögu. Sýnt var beint frá réttarhöldunum sem voru jafnan nefnd Réttarhöld sögunnar. Sýknuúrskurður vakti hörð viðbrögð og þótti auka kynþáttafordóma. Árið 1997 var Simpson dæmdur ábyrgur fyrir morðunum í einkamáli sem faðir Goldmans höfðaði gegn honum. Hann komst að mestu hjá því að greiða 33 milljón dollara skaðabætur til fjölskyldunnar vegna verndar á eftirlaunagreiðslum. Hann hélt því fyrri lífsstíl með greiðslum úr eftirlaunasjóði ruðningsmanna og flutti til Miami í Flórída, þar sem ekki er löglegt að taka heimili manneskju upp í greiðslu skuldar. Goldman fjölskyldan fékk þó andvirði Heisman verðlaunanna og þóknun sem Simpson fékk fyrir að birtast í tölvuleik. Simpson skrifaði bókina "Ef ég gerði það" árið 2006. Útgefandinn hætti við útgáfu hennar eftir mótmæli almennings. Gjaldþrotadómstóll framseldi síðan útgáfuréttinn til Goldman fjölskyldunnar sem gaf bókinni heitið "Ef ég gerði það: Játning morðingjans." Bókin kom út á fimmtudag, sama dag og minjagripaþjófnaðurinn átti sér stað. Fyrir morðið á Nicole Brown og Goldman var ímynd almennings af Simpsons ákaflega góð. Hann umgekkst hvíta jafnt sem svarta og þótti brúa bil kynþáttamunar og táknræns aðskilnaðar. Eftir morðið lagði hins vegar stór hluti almennings í Bandaríkjunum fæð á hann.
Erlent Tengdar fréttir Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“