Spútnik fimmtíu ára Óli Tynes skrifar 19. september 2007 11:26 Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað. Málmboltinn var fyrsta geimfar sögunnar. Í þá daga var hann raunar kallaður gervihnöttur. Hann hét Spútnik, sem þýða má sem ferðafélagi eða förunautur. Spútnik 1 var skotið á loft 4. október árið 1957 og hann sendi frá sér hljóðmerki til jarðar. Þessum hljóðmerkjum var útvarpað á útvarpsstöðum um allan heim. Sá sem þetta skrifar man eftir því að hafa þá staðið ásamt fjölskyldu sinni úti á tröppum, tólf ára gamall, og horft á Spútnik sigla eins og örlítinn díl um stjörnubjartan himininn. Og í Ríkisútvarpinu hljómaði "Bleep bleep bleep." (Þið getið hlustað á þessi fimmtíu ára gömlu hljóðmerki með því að smella á tengil neðst í þessari grein.) Skelfingin í Bandaríkjunum var ekki síst vegna þess að fyrst Rússar höfðu smíðað nógu öfluga eldflaug til þess að senda gervihnött á braut um jörðu gátu þeir sent kjarnorkusprengjur sínar vítt og breitt um heiminn. Lyndon B. Johnson, sem þá var öldungadeildarþingmaður sagði að Rússar hefðu tekið risastórt stökk framúr Bandaríkjunum; "Brátt munu þeir varpa á okkur sprengjum úr geimnum, eins og krakkar sem kasta steinum í bíla ofan af göngubrúm." Allt þetta vegna málmkúlu á stærð við körfubolta. Eftir 22 daga kláruðust rafhlöðurnar í Spútnik og hljóðmerkin þögnuðu. Nokkrum vikum síðar dró aðdráttarafl jarðar hann inn í gufuhvolfið þar sem hann brann upp til agna. Mánuði síðar sendu Rússar upp Spútnik 2 og um borð í honum var tíkin Laika. Fyrsti geimhundur sögunnar. En þótt Rússar gætu sent gervihnetti á braut um jörðu höfðu þeir á þeim tíma ekki þekkingu til þess að ná þeim heilum til jarðar aftur. Laika greyið var því send út í opinn dauðann. Spútnik hleypti af stað gríðarlegu kapphlaupi milli Bandaríkjanna og Rússa. Í fyrstu gekk allt á afturfótunum hjá Bandaríkjamönnum. Þeir reyndu að ná forystunni með því að skjóta upp gervihnettinum Vanguard, sem var á stærð við greipaldin. En eldflaugin sprakk á skotpallinum. Það var hlegið að Bandaríkjamönnum og Vanguard var uppnefndur "Kaputnik." Rússar höfðu forystu í geimferðum lengi framanaf. Þeir sendu fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Smám saman fóru þó Bandaríkjamenn að saxa á forskotið. John F. Kennedy sagði árið 1963 að það yrði stefna ríkisstjórnar sinnar að senda mann til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Það tókst og Bandaríkin eru ennþá eina þjóðin sem hefur sent menn til annarrar plánetu. Það breytist væntanlega um 2020. Bæði Bandaríkin, Kína, Indland og Japan stefna að mannaðri geimstöð á tunglinu fyrir þann tíma. Hilton hótelkeðjan sér fyrir sér 5000 herbergja hótel á tunglinu. Og menn stefna lengra út í geiminn. Bandaríska geimferðastofnunin vinnur nú að því að senda mannað geimfar til Mars. Eftir að Rússar töpuðu kappfluginu til tunglsins einbeittu þeir sér að smíði geimstöðva. Og kappflugið hefur breyst í samvinnu. Stærsta geimverkefni dagsins í dag er Alþjóðlega geimstöðin sem nú er á braut um jörðu. Bandaríkjamenn og Rússar byggðu hana í samvinnu við fjölmargar aðrar þjóðir. Það má því segja um Spútnik litla að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hlusta Erlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað. Málmboltinn var fyrsta geimfar sögunnar. Í þá daga var hann raunar kallaður gervihnöttur. Hann hét Spútnik, sem þýða má sem ferðafélagi eða förunautur. Spútnik 1 var skotið á loft 4. október árið 1957 og hann sendi frá sér hljóðmerki til jarðar. Þessum hljóðmerkjum var útvarpað á útvarpsstöðum um allan heim. Sá sem þetta skrifar man eftir því að hafa þá staðið ásamt fjölskyldu sinni úti á tröppum, tólf ára gamall, og horft á Spútnik sigla eins og örlítinn díl um stjörnubjartan himininn. Og í Ríkisútvarpinu hljómaði "Bleep bleep bleep." (Þið getið hlustað á þessi fimmtíu ára gömlu hljóðmerki með því að smella á tengil neðst í þessari grein.) Skelfingin í Bandaríkjunum var ekki síst vegna þess að fyrst Rússar höfðu smíðað nógu öfluga eldflaug til þess að senda gervihnött á braut um jörðu gátu þeir sent kjarnorkusprengjur sínar vítt og breitt um heiminn. Lyndon B. Johnson, sem þá var öldungadeildarþingmaður sagði að Rússar hefðu tekið risastórt stökk framúr Bandaríkjunum; "Brátt munu þeir varpa á okkur sprengjum úr geimnum, eins og krakkar sem kasta steinum í bíla ofan af göngubrúm." Allt þetta vegna málmkúlu á stærð við körfubolta. Eftir 22 daga kláruðust rafhlöðurnar í Spútnik og hljóðmerkin þögnuðu. Nokkrum vikum síðar dró aðdráttarafl jarðar hann inn í gufuhvolfið þar sem hann brann upp til agna. Mánuði síðar sendu Rússar upp Spútnik 2 og um borð í honum var tíkin Laika. Fyrsti geimhundur sögunnar. En þótt Rússar gætu sent gervihnetti á braut um jörðu höfðu þeir á þeim tíma ekki þekkingu til þess að ná þeim heilum til jarðar aftur. Laika greyið var því send út í opinn dauðann. Spútnik hleypti af stað gríðarlegu kapphlaupi milli Bandaríkjanna og Rússa. Í fyrstu gekk allt á afturfótunum hjá Bandaríkjamönnum. Þeir reyndu að ná forystunni með því að skjóta upp gervihnettinum Vanguard, sem var á stærð við greipaldin. En eldflaugin sprakk á skotpallinum. Það var hlegið að Bandaríkjamönnum og Vanguard var uppnefndur "Kaputnik." Rússar höfðu forystu í geimferðum lengi framanaf. Þeir sendu fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Smám saman fóru þó Bandaríkjamenn að saxa á forskotið. John F. Kennedy sagði árið 1963 að það yrði stefna ríkisstjórnar sinnar að senda mann til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Það tókst og Bandaríkin eru ennþá eina þjóðin sem hefur sent menn til annarrar plánetu. Það breytist væntanlega um 2020. Bæði Bandaríkin, Kína, Indland og Japan stefna að mannaðri geimstöð á tunglinu fyrir þann tíma. Hilton hótelkeðjan sér fyrir sér 5000 herbergja hótel á tunglinu. Og menn stefna lengra út í geiminn. Bandaríska geimferðastofnunin vinnur nú að því að senda mannað geimfar til Mars. Eftir að Rússar töpuðu kappfluginu til tunglsins einbeittu þeir sér að smíði geimstöðva. Og kappflugið hefur breyst í samvinnu. Stærsta geimverkefni dagsins í dag er Alþjóðlega geimstöðin sem nú er á braut um jörðu. Bandaríkjamenn og Rússar byggðu hana í samvinnu við fjölmargar aðrar þjóðir. Það má því segja um Spútnik litla að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hlusta
Erlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira