Formúla 1

McLaren mun ekki áfrýja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Alonso í McLaren-bifreið sinni.
Fernando Alonso í McLaren-bifreið sinni. Nordic Photos / Getty Images

Ron Dennis, liðsstjóri McLaren, segir að liðið muni ekki áfrýja dómnum sem liðið fékk vegna njósnamálsins svokallaða.

„Það er kominn tími til að gleyma þessu máli," sagði Dennis og vill nú að liðið einbeiti sér að tryggja annað hvort Fernando Alonso eða Lewis Hamilton heimsmeistaratitil ökuþóra.

McLaren var sektað um 100 milljónir dollara vegna njósnamálsins og svipt öllum stigum í stigakeppni bílasmiða.

„Við njótum óbilandi stuðnings starfsmanna okkar, stuðningsaðila og stuðningsmanna um allan heim. Allir eru sammála um að einbeita sér nú fyllilega að því að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra og þau þrjú mót sem eru eftir á tímabilinu," sagði Dennis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×