Erlent

Segir mannræningjann hafa falið sig inni á herberginu

Hvað varð um Madeleine McCann ?
Hvað varð um Madeleine McCann ?
Gerry McCann, faðir Madeleine litlu, er sannfærður um að sá sem rændi dóttur hans hafi falið sig inni á hótelherbergi fjölskyldunnar þegar hann leit inn til barnanna sinna þann örlagaríka dag þegar dóttir hans hvarf, að því er fram kemur á vefútgáfu breska blaðsins Mirror.

Gerry segist telja að villidýrið sem tók dóttur hans hafi komist inn í íbúð fjölskyldunnar að minnsta kosti klukkustund áður hvarf stúlkunnar uppgötvaðist. Þegar Gerry hafi komið inn í herbergið til að gá að dóttur sinni hafi mannræninginn falið sig, annað hvort inni á herbergi McCann hjónanna eða í baðherberginu. Hann hafi síðan sloppið burt með Madeleine í gegnum svefnherbergisglugga.

Portúgalska lögreglan dregur í efa að hugsanlegur mannræningi hafi getað vitað nákvæmlega hvenær McCann hjónin voru fjarverandi. Hjónin svara því til að mannræningin hljóti að hafa fylgst með þeim dögum saman.

Eins og kunnugt er segjast foreldrar Madeleine hafa snætt kvöldverð þegar Madeleine hvarf. Gerry segist hafa litið inn til hennar klukkan fimm mínútur yfir níu að staðartíma. Þá hafi dyrnar að svefnherberginu hennar verið opnar. Hann segist í fyrstu hafa verið þess fullviss að Madeleine hafi opnað dyrnar til þess að fá sér að drekka. Nú telji hann hins vegar að það hafi verið mannræninginn sem hafi opnað dyrnar. Þegar móðir Madeleine hafi farið að gá að henni klukkustund síðar hafi hún verið horfin.

Meira en 140 dagar eru liðnir síðan að Madeleine hvarf. Umfangsmikil leit hefur verið gerð að henni. Nú eru foreldrar hennar grunaðir um að hafa orðið henni að bana fyrir slysni en þau neita sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×