Interpol rannsakar nú mynd sem spænskir ferðamenn tóku nýlega á ferðalagi í Marokkó. Á myndinni sést lítil ljóshærð stúlka borin á baki konu og líkist sú ljóshærða Madeleine McCann töluvert. Madeleine hefur verið saknað síðan 3. maí s.l.
Ferðamennirnir sem tóku myndina eru sjálfir sannfærðir um að litla stúlkan sé Madeleine. Hafa spænskir fjölmiðlar rætt við þá um málið í dag. Myndin, og önnur til, voru teknar við malarveg í Marokkó. Á þeim sjást sjö persónur. Fremstur gengur maður með hjólbörur hlaðnar pökkum og á eftir honum konur sem bera þungar byrðar. Ein þeirra er svo með litla ljóshærða stúlku á bakinu.
Erlent