Hamilton ætlar að ræða við Alonso 27. september 2007 11:00 AFP Lewis Hamilton segist ætla að setjast niður með félaga sínum Fernando Alonso hjá McLaren til að ræða keppnisáætlun sína fyrir Japanskappaksturinn um helgina. Hamilton brást reiður við þegar Alonso keyrði hann út af brautinni í Spa kappakstrinum á Belgíu fyrir hálfum mánuði og nú þykir honum rétt að þeir félagarnir reyni að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. "Ég mun væntanlega ræða við hann því við höfum ekki talað saman síðan þetta gerðist. Ég hef mínar skoðanir á málinu og ef hann vill vera svona grimmur, get ég alveg verið það líka," sagði Bretinn ungi. "Við munum ekki gefa hvor öðrum neitt þarna úti, en ég ætla ekki að taka óþarfa áhættur með fíflaskap. Ég mun bara tryggja að ég verði á undan honum," sagði Hamilton. Nokkur ólga hefur verið í herbúðum McLaren á keppnistímabilinu og spennan milli þeirra Hamilton og Alonso ku vera orðin ansi mikil. Formúla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton segist ætla að setjast niður með félaga sínum Fernando Alonso hjá McLaren til að ræða keppnisáætlun sína fyrir Japanskappaksturinn um helgina. Hamilton brást reiður við þegar Alonso keyrði hann út af brautinni í Spa kappakstrinum á Belgíu fyrir hálfum mánuði og nú þykir honum rétt að þeir félagarnir reyni að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. "Ég mun væntanlega ræða við hann því við höfum ekki talað saman síðan þetta gerðist. Ég hef mínar skoðanir á málinu og ef hann vill vera svona grimmur, get ég alveg verið það líka," sagði Bretinn ungi. "Við munum ekki gefa hvor öðrum neitt þarna úti, en ég ætla ekki að taka óþarfa áhættur með fíflaskap. Ég mun bara tryggja að ég verði á undan honum," sagði Hamilton. Nokkur ólga hefur verið í herbúðum McLaren á keppnistímabilinu og spennan milli þeirra Hamilton og Alonso ku vera orðin ansi mikil.
Formúla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira