Formúla 1

Ecclestone mælir með Rosberg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nico Rosberg hefur staðið sig vel hjá Williams.
Nico Rosberg hefur staðið sig vel hjá Williams. Nordic Photos / AFP

Bernie Ecclestone hefur mælt með því að McLaren fái Nico Rosberg í stað Fernando Alonso.

Bæði Alonso og Lewis Hamilton, ökumenn McLaren, hafa sagt að þeir vilji losna við hvorn annan.

Langlíklegast er að Alonso þurfi að fara frá McLaren til að það verði að veruleika.

„Ef Alonso fer myndi ég velja Rosberg. Hann talar þýsku og myndi passa vel inn í liðið á allan hátt,“ sagði Ecclestone.

Ecclestone sagði ennfremur að sá möguleiki sé fyrir hendi að Alonso fari til Ferrari árið 2009.

Þar eru hins vegar Kimi Raikkönen og Felipe Massa samningsbundnir á næsta ári og því litlar líkur að Alonso fari þangað strax á næsta ári. Heldur eru engir möguleikar á því að Alonso taki sér frí frá Formúlunni þar til sæti losnar hjá Ferrari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×