Formúla 1

Sigurinn tekinn af Hamilton?

NordicPhotos/GettyImages

Svo gæti farið að sigur Lewis Hamilton yrði tekinn af honum ef sýnt þykir að hann hafi sýnt gáleysi í akstri í sigrinum um síðustu helgi. Andstæðingar Bretans unga hafa gagnrýnt ökulag hans harðlega síðustu daga.

Red Bull-ökumaðurinn Mark Webber var einn þeirra sem lét í sér heyra og sagði hann að Hamilton hefði keyrt glannalega fyrir aftan öryggisbílinn þar sem hann hafi bremsað harkalega á rennblautri brautinni og orðið þess valdandi að Sebastian Vettel ók á hann og þurfti að hætta keppni.

Ásakanir þessar eru nú til rannsóknar hjá Akstursíþróttasambandinu þar sem verið er að fara yfir myndbönd af árekstrinum og ljóst að Hamilton gæti átt yfir höfði sér refsingu ef hann verður fundinn sekur um glæfraakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×