Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 15:00 Tryggvi Guðmundsson gæti fengið að halda á bikarnum aftur á morgun. Mynd/E. Stefán Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. „Nei, ég á ekki von á því. Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleikinn og það segir okkur að þeir eru með mjög gott fótboltalið. Þeir unnu til að mynda Fylkismenn í undanúrslitum mjög sannfærandi en við höfum ekki alltaf riðið feitum hesti frá viðureignum okkar við Fylki,“ sagði Tryggvi. „Þetta verður 50/50 leikur þó að það sé deildarmunur á liðunum. Auk þess tel ég að allir muni koma til með að halda með Fjölni eins og gerist alltaf þegar hið svokallaða litla lið kemst svona langt.“ Hann neitar því ekki að liðsfélagar sínir voru ekkert sérstaklega vel stemmdir eftir að liðið missti af Íslandsmeistaratitlinum síðastliðna helgi. „Við tókum helgina í að jafna okkur en svo byrjaði ný vika og undirbúningur fyrir þennan leik. Það var einmitt að losna pláss í bikarskápnum í Kaplakrika og við ætlum okkur að fylla það,“ sagði hann í léttum dúr. Tryggvi hefur áður orðið bikarmeistari en hvorki FH né Fjölnir hefur afrekað það áður. Það var með KR árið 1994 en auk þess lék hann til úrslita í keppninni árin 1996 og 1997 með ÍBV en tapaði í bæði skiptin. „Ég vil auðvitað laga þetta hlutfall. Við munum mæta í þennan leik eins og alla aðra. Við spilum okkar bolta og reynum að sækja á þá. Fjölnir er líka sókndjarft lið og þetta gæti því orðið mjög skemmtilegur og opinn leikur. Svo veit maður aldrei hvernig stressið mun fara með mannskapinn.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. „Nei, ég á ekki von á því. Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleikinn og það segir okkur að þeir eru með mjög gott fótboltalið. Þeir unnu til að mynda Fylkismenn í undanúrslitum mjög sannfærandi en við höfum ekki alltaf riðið feitum hesti frá viðureignum okkar við Fylki,“ sagði Tryggvi. „Þetta verður 50/50 leikur þó að það sé deildarmunur á liðunum. Auk þess tel ég að allir muni koma til með að halda með Fjölni eins og gerist alltaf þegar hið svokallaða litla lið kemst svona langt.“ Hann neitar því ekki að liðsfélagar sínir voru ekkert sérstaklega vel stemmdir eftir að liðið missti af Íslandsmeistaratitlinum síðastliðna helgi. „Við tókum helgina í að jafna okkur en svo byrjaði ný vika og undirbúningur fyrir þennan leik. Það var einmitt að losna pláss í bikarskápnum í Kaplakrika og við ætlum okkur að fylla það,“ sagði hann í léttum dúr. Tryggvi hefur áður orðið bikarmeistari en hvorki FH né Fjölnir hefur afrekað það áður. Það var með KR árið 1994 en auk þess lék hann til úrslita í keppninni árin 1996 og 1997 með ÍBV en tapaði í bæði skiptin. „Ég vil auðvitað laga þetta hlutfall. Við munum mæta í þennan leik eins og alla aðra. Við spilum okkar bolta og reynum að sækja á þá. Fjölnir er líka sókndjarft lið og þetta gæti því orðið mjög skemmtilegur og opinn leikur. Svo veit maður aldrei hvernig stressið mun fara með mannskapinn.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00
Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22
Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00
Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30