Hamilton á ráspól Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2007 09:00 Lewis Hamilton gefur aðdáendum eiginhandaáritun í Kína í nótt. Nordic Photos / Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt. Aðalkeppinautur hans og liðsfélagi hjá McLaren, Fernando Alonso, náði aðeins fjórða sæti. Ferrari-ökumennirnir Kimi Raikkönen og Felipe Massa verða á milli þeirra við upphaf keppninnar á morgun. Hamilton náði besta tímanum í síðasta hring sínum í tímatökunum en þangað til virtist hann ekki ná sínu besta fram, hvorki í tímatökunum né á æfingum. Hann var því gríðarlega ánægður árangurinn. „Þessi vika hefur verið eins og rússibanaferð og síðustu dagar mjög erfiðir,“ sagði Hamilton. Á fimmtudag og í gær var Hamilton sakaður um að hafa ekið glæfralega í síðustu keppni og átti það á hættu að missa stigin tíu sem hann vann sér inn í Japan. Hann er með tólf stiga forystu í stigakeppni ökuþóra þegar tveimur keppnum er ólokið. Það þýðir að sigur í Kína tryggir honum titilinn. „Ég reyndi eins og ég gat að láta rannsóknina ekki hafa áhrif á mig en það hefur ekki reynst auðvelt. Svo þegar við komum í morgun var ég ekki jafn hraður og Ferrari-bílarnir og Alonso. En ég er hérna í fyrsta skipti og er hægt og rólega að átta mig á brautinni.“ Raikkönen náði öðru sæti og var sáttur við það. „Við vorum mun fljótari í fyrstu og annarri tímatökunni þannig að ég myndi halda að við værum með meira bensín og þyngri bíl. Ég er ánægður með stöðu okkar og keppnisáætlun.“ Formúla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt. Aðalkeppinautur hans og liðsfélagi hjá McLaren, Fernando Alonso, náði aðeins fjórða sæti. Ferrari-ökumennirnir Kimi Raikkönen og Felipe Massa verða á milli þeirra við upphaf keppninnar á morgun. Hamilton náði besta tímanum í síðasta hring sínum í tímatökunum en þangað til virtist hann ekki ná sínu besta fram, hvorki í tímatökunum né á æfingum. Hann var því gríðarlega ánægður árangurinn. „Þessi vika hefur verið eins og rússibanaferð og síðustu dagar mjög erfiðir,“ sagði Hamilton. Á fimmtudag og í gær var Hamilton sakaður um að hafa ekið glæfralega í síðustu keppni og átti það á hættu að missa stigin tíu sem hann vann sér inn í Japan. Hann er með tólf stiga forystu í stigakeppni ökuþóra þegar tveimur keppnum er ólokið. Það þýðir að sigur í Kína tryggir honum titilinn. „Ég reyndi eins og ég gat að láta rannsóknina ekki hafa áhrif á mig en það hefur ekki reynst auðvelt. Svo þegar við komum í morgun var ég ekki jafn hraður og Ferrari-bílarnir og Alonso. En ég er hérna í fyrsta skipti og er hægt og rólega að átta mig á brautinni.“ Raikkönen náði öðru sæti og var sáttur við það. „Við vorum mun fljótari í fyrstu og annarri tímatökunni þannig að ég myndi halda að við værum með meira bensín og þyngri bíl. Ég er ánægður með stöðu okkar og keppnisáætlun.“
Formúla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn