Íslenski boltinn

Ásmundur: Stoltur af strákunum

Ásmundur Arnarsson hlýðir á þjóðsöng Íslands í dag.
Ásmundur Arnarsson hlýðir á þjóðsöng Íslands í dag. Mynd/E. Stefán

„Auðvitað var þetta svekkjandi en ég er virkilega stoltur af strákunum í dag," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.

Fjölnir tapaði í dag fyrir FH í bikarúrslitum karla, 2-1, í framlengdum leik.

„Sigurinn gat dottið hvoru megin sem var en heilt yfir var ég ánægður með leikinn. Við vorum skjálfandi af stressi í byrjun en það var svo allt annað að sjá okkur í síðari hálfleik."

Hann játar því að hafa átt von á FH-ingum sterkari í dag. „Bæði og. Leikurinn þróaðist alla vega betur en ég átti von á. Nú höfum við klárað þetta frábæra sumar á frábæran hátt."

Stuðningsmenn Fjölnis voru fjölmennir á vellinum í dag. Ásmundur var ánægður með þá.

„Þetta eru bara geggjaðir stuðningsmenn."


Tengdar fréttir

Ólafur: Þetta er yndislegt

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var í sæluvímu eftir sigurinn í bikarkeppni karla í dag.

FH er bikarmeistari karla

FH-ingar eru bikarmeistarar karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Fjölni í framlengdum leik. Matthías Guðmundsson var hetja FH-inga en hann skoraði bæði mörk liðsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×