Fótkuldi og friður 10. október 2007 11:25 Ég var illa skóaður í Viðey í austankuldanum í gærkvöld en klökknaði samt. Komst að mikilvægi þess að vera með þétt undirlag á spariskónum. Þeir sumsé láku í sölnuðum og deigum sverðinum úti í eynni eftir hálfs annars mánaða rigningu. Ég hefði átt að láta sóla þá - en það er önnur saga. Þetta var mikil stund í Viðey. Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey var samferða mér í Eldingunni út í eyju - og ekki var það ónýtt; maðurinn er hafsjór af fróðleik um merka sögu eyjaskeggja. Ég sá að honum sárnaði hvernig komið er fyrir Viðeyjarstofu þegar við gengum þar inn; viðhald lélegt og rykugar hillur báru því vitni ásamt einhverjum slatta af drasli og hlandlykt. Hér þarf borgin að gera betur. Júlíus Vífill viðurkenndi það þar sem hann stóð við hlið okkar Þóris. Svo var gengið í rosakuldanum vestur í lágina þar sem grunnur súlunnar beið mannfjöldans. Kór Kársnesskóla söng undir öruggri stjórn Þórunnar Björnsdóttur og undirleik Marteins Hungers mannsins hennar. Makalaust góður kór sem að þessu sinni skrýddist íslensku lopapeysunni. Tilhlýðendur voru af öllu þjóðerni; ameríkanar, skandinavar og ekki síst Japanar, ættmenni Yoko og vinir. Þetta var nokkur bið eftir blessuðum friðnum. Ég fann að sokkaleistarnir mínir voru orðnir gegnblautir og horfði öfundaraugum á Kjartan Magnússon borgarfulltrúa sem stóð gegnt mér í stígvélum. Hann var í símanum eins og reyndar margir aðrir borgarfulltrúar meirihlutans sem töluðu hljóðlega og alvarlega enda er ekki lítið verk að múra gifsið á flokksbrotin þessa dagana. Pólitíska slysadeildin er þétt setin. Svo kom Yoko í gulri rútu Teits Jónassonar. Villi með, Ringo, frú Harrison og Sean Lennon - sumsé allir bítlarnir nema Paul sem á náttúrlega að skammast sín. Skilst hann hafi verið upptekin við að hlýða á piltana í Sigur rósu þakka fyrir sig á íslensku eftir einhverja verðlaunaafhendinguna í útlöndum. Mátulegt á hann. Villi flutti ræðu á ensku. Það er ekki hans tungumál. Kuldinn og lengd ræðunnar fóru ekki saman. Svo talaði Yoko og minnti á Björk í barnslegri gleði sinni. Ringo vappaði í kringum hana eins og táningur á sjötugsaldri, glettilega skemmtilegur og flottur á skrokkinn eftir allt saman. Sean var með hatt og tók myndir af mömmu í gríð og erg. Svo kviknaði súlan og skaut geislum sínum upp til himins og heilsaði John. Undir seytlaði Imagine. Ég klökknaði í kuldanum og gleymdi skólekanum umsvifalaust. Þetta var eiginlega magnað. Fallegt og friðsamt. Friðarsúlan er sigur fyrir Reykjavíkurborg og Ísland. Hún vegur upp hrunið á fiskimiðunum í kringum landið - og er svona um það bil 100 þúsund þorskílgildistonn. Til hamingju Villi og aðrir borgarfulltrúar. Friður sé með ykkur. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Ég var illa skóaður í Viðey í austankuldanum í gærkvöld en klökknaði samt. Komst að mikilvægi þess að vera með þétt undirlag á spariskónum. Þeir sumsé láku í sölnuðum og deigum sverðinum úti í eynni eftir hálfs annars mánaða rigningu. Ég hefði átt að láta sóla þá - en það er önnur saga. Þetta var mikil stund í Viðey. Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey var samferða mér í Eldingunni út í eyju - og ekki var það ónýtt; maðurinn er hafsjór af fróðleik um merka sögu eyjaskeggja. Ég sá að honum sárnaði hvernig komið er fyrir Viðeyjarstofu þegar við gengum þar inn; viðhald lélegt og rykugar hillur báru því vitni ásamt einhverjum slatta af drasli og hlandlykt. Hér þarf borgin að gera betur. Júlíus Vífill viðurkenndi það þar sem hann stóð við hlið okkar Þóris. Svo var gengið í rosakuldanum vestur í lágina þar sem grunnur súlunnar beið mannfjöldans. Kór Kársnesskóla söng undir öruggri stjórn Þórunnar Björnsdóttur og undirleik Marteins Hungers mannsins hennar. Makalaust góður kór sem að þessu sinni skrýddist íslensku lopapeysunni. Tilhlýðendur voru af öllu þjóðerni; ameríkanar, skandinavar og ekki síst Japanar, ættmenni Yoko og vinir. Þetta var nokkur bið eftir blessuðum friðnum. Ég fann að sokkaleistarnir mínir voru orðnir gegnblautir og horfði öfundaraugum á Kjartan Magnússon borgarfulltrúa sem stóð gegnt mér í stígvélum. Hann var í símanum eins og reyndar margir aðrir borgarfulltrúar meirihlutans sem töluðu hljóðlega og alvarlega enda er ekki lítið verk að múra gifsið á flokksbrotin þessa dagana. Pólitíska slysadeildin er þétt setin. Svo kom Yoko í gulri rútu Teits Jónassonar. Villi með, Ringo, frú Harrison og Sean Lennon - sumsé allir bítlarnir nema Paul sem á náttúrlega að skammast sín. Skilst hann hafi verið upptekin við að hlýða á piltana í Sigur rósu þakka fyrir sig á íslensku eftir einhverja verðlaunaafhendinguna í útlöndum. Mátulegt á hann. Villi flutti ræðu á ensku. Það er ekki hans tungumál. Kuldinn og lengd ræðunnar fóru ekki saman. Svo talaði Yoko og minnti á Björk í barnslegri gleði sinni. Ringo vappaði í kringum hana eins og táningur á sjötugsaldri, glettilega skemmtilegur og flottur á skrokkinn eftir allt saman. Sean var með hatt og tók myndir af mömmu í gríð og erg. Svo kviknaði súlan og skaut geislum sínum upp til himins og heilsaði John. Undir seytlaði Imagine. Ég klökknaði í kuldanum og gleymdi skólekanum umsvifalaust. Þetta var eiginlega magnað. Fallegt og friðsamt. Friðarsúlan er sigur fyrir Reykjavíkurborg og Ísland. Hún vegur upp hrunið á fiskimiðunum í kringum landið - og er svona um það bil 100 þúsund þorskílgildistonn. Til hamingju Villi og aðrir borgarfulltrúar. Friður sé með ykkur. -SER.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun