Kompás á vígvellinum 15. október 2007 11:09 Ég verð að hvetja fólk til að horfa á næsta Kompásþátt sem fer í loftið þriðjudagskvöldið 16. október. Þar gefst okkur færi á að slást í för með Kristni Hrafnssyni fréttamanni og Inga R. Ingasyni framleiðanda þáttarins á blóði drifnum slóðum Íraks. Þetta verður sláandi umfjöllun um brotna þjóð. Ég hef verið að fylgjast með gerð þáttarins og stundum langað til að líta undan þegar andlit brenndra barna birtast á skjánum, þessara saklausu fórnarlamba sem við Íslendingar hljótum að bera einhverja ábyrgð á. En svona lagað verður að sýna. Ég hef oft tekið þátt í skoðanaskiptum um birtingu viðkvæmra mynda í sjónvarpi. Þar hefur mér sýnst umræðan á köflum full einkennileg. Hún hefur, ef eitthvað er, orðið pempíulegri með árunum. Ég lít á það sem eina af höðfuðskyldum ábyrgra fjölmiðla að sýna heiminn eins og hann er. Umræðan um Víetnam-stríðið breyttist nánast á einu augabragði þegar umheiminum var birt ljósmynd af byssuhlaupi hermannsi við gagnaugað á skelfingu lostnum heimamanni. Heiminum ofbauð framkoma ráðamanna í Kína þegar einn námsmaður stillti sér upp gegnt brynvörðum skriðdreka á torgi hins himneska friðar. Vesturlönd tóku fyrst við sér þegar sjónvarpsstöðvar sýndu fljótandi líkin steypast niður árnar í Rúanda um árið. Ástandið í Darfur væri ennþá gleymt ef fréttamenn hefðu ekki svipt hulunni af eymdinni þar í landi. Stríðinu á Balkanskaga var ekki síst hrundið vegna fréttamynda af fjöldamorðunum á staðnum; menn geta ekki gleymt kærustuparinu sem náði ekki saman á flótta sínum og var skotið úr launsátri. Ein svona mynd, þótt óhugnanleg sé, skiptir sköpum. Fréttamenn eiga ekki að hræðast ljótleikann. Þeir eiga að benda á hann, pempíulaust og umbúðalaust. Annað er lygi. En sumsé ... Kompás á þriðjudagskvöld er skylduáhorf. -SER Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun
Ég verð að hvetja fólk til að horfa á næsta Kompásþátt sem fer í loftið þriðjudagskvöldið 16. október. Þar gefst okkur færi á að slást í för með Kristni Hrafnssyni fréttamanni og Inga R. Ingasyni framleiðanda þáttarins á blóði drifnum slóðum Íraks. Þetta verður sláandi umfjöllun um brotna þjóð. Ég hef verið að fylgjast með gerð þáttarins og stundum langað til að líta undan þegar andlit brenndra barna birtast á skjánum, þessara saklausu fórnarlamba sem við Íslendingar hljótum að bera einhverja ábyrgð á. En svona lagað verður að sýna. Ég hef oft tekið þátt í skoðanaskiptum um birtingu viðkvæmra mynda í sjónvarpi. Þar hefur mér sýnst umræðan á köflum full einkennileg. Hún hefur, ef eitthvað er, orðið pempíulegri með árunum. Ég lít á það sem eina af höðfuðskyldum ábyrgra fjölmiðla að sýna heiminn eins og hann er. Umræðan um Víetnam-stríðið breyttist nánast á einu augabragði þegar umheiminum var birt ljósmynd af byssuhlaupi hermannsi við gagnaugað á skelfingu lostnum heimamanni. Heiminum ofbauð framkoma ráðamanna í Kína þegar einn námsmaður stillti sér upp gegnt brynvörðum skriðdreka á torgi hins himneska friðar. Vesturlönd tóku fyrst við sér þegar sjónvarpsstöðvar sýndu fljótandi líkin steypast niður árnar í Rúanda um árið. Ástandið í Darfur væri ennþá gleymt ef fréttamenn hefðu ekki svipt hulunni af eymdinni þar í landi. Stríðinu á Balkanskaga var ekki síst hrundið vegna fréttamynda af fjöldamorðunum á staðnum; menn geta ekki gleymt kærustuparinu sem náði ekki saman á flótta sínum og var skotið úr launsátri. Ein svona mynd, þótt óhugnanleg sé, skiptir sköpum. Fréttamenn eiga ekki að hræðast ljótleikann. Þeir eiga að benda á hann, pempíulaust og umbúðalaust. Annað er lygi. En sumsé ... Kompás á þriðjudagskvöld er skylduáhorf. -SER
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun