Íslenski boltinn

66 prósent vilja Guðjón sem landsliðsþjálfara

Guðjón Þórðarson stýrði ÍA í sumar.
Guðjón Þórðarson stýrði ÍA í sumar. Mynd/Eiríkur

Meira en þrjú þúsund manns tóku þátt í könnun Vísis í gær sem spurði hvort Guðjón Þórðarson eigi að taka við starfi landsliðsþjálfara.

Niðurstaðan er afgerandi en 66 prósent þátttakenda svöruðu spurningunni játandi.

Eyjólfur Sverrisson er núverandi landsliðsþjálfari en undir hans stjórn hefur árangur landsliðsins verið slakur. Nú síðast tapaði Ísland fyrir Liechtenstein á útivelli, 3-0.

Mikill þrýstingur er á Eyjólfi og KSÍ um að breytingar verði gerðar til að bæta árangur landsliðsins.

Guðjón stýrði landsliðinu árin 1997-1999 með góðum árangri. Undir hans stjórn vann liðið ellefu leiki og gerði sex jafntefli í 25 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×