Erlent

Blóðugt fjöldamorð í Kanada

Kanadiskir lögreglumenn á vettvangi í Toronto.
Kanadiskir lögreglumenn á vettvangi í Toronto.

Kanadamenn eru sem þrumu lostnir eftir að sex blóðug og illa farin lík fundust í íbúð í háhýsi í     í bænum Surrey í Bresku Kólumbíu. Það er skammt frá Vancouver.  Slökkviliðsmenn höfðu verið kallaðir á staðinn eftir að aðrir íbúar í húsinu töldu sig finna gaslykt út úr íbúðinni. Húsið var samstundis rýmt af ótta við sprengingu og slökkviliðsmenn brutu sér leið inn í íbúðina.

Dale Carr, lögregluforingi, segir að á meira en tuttugu ára ferli sínum í lögreglunni hafi hann aldrei séð jafn mörg lík á einum stað. Lögreglan segir ljóst að fólkið hafi verið myrt á mjög ofbeldisfullan hátt. Sumt af því hafi verið alblóðugt í framan og blóð hafi lekið úr vitum sumra.

Ekki hefur enn verið upplýst hvaða fólk þetta var, né á hvern hátt það var myrt. Morðingjans eða morðingjanna er nú leitað. Fjöldamorð eru mjög fátíð í Kanada og landsmenn því mjög slegnir yfir þessum atburði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×