Ekkert bendir til sektar McCann hjónanna Óli Tynes skrifar 21. október 2007 15:26 Stevens lávarður. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. Það séu einfaldlega engin gögn sem bendi til sektar þeirra. Stevens lávarður var rannsóknarlögreglumaður í fjörutíu ár. Fyrir helgi var hann skipaður sérstakur ráðgjafi Gordons Brown forsætisráðherra í alþjóðlegum öryggismálum. Í grein í News of The World segir hann portúgölsku lögregluna hafa klúðrað málinu skelfilega. Hún hefði strax á fyrsta degi átt að meðhöndla McCann hjónin sem grunuð í málinu. Það sé staðreynd að í þrem af hverjum fjórum barnamorðum séu foreldrarnir sekir. Stevens lávarður segir að portúgalska lögreglan hefði átt að vera kurteis og tillitssöm við hjónin en yfirheyra þau látlaust aftur og aftur, til þess að fá mynd af því sem gerðist þetta kvöld. Jafnframt hefði átt að innsigla íbúðina og næsta umhverfi og hleypa engum þangað nema sérfræðingum. Lávarðurinn segir að ef McCann hjónin hefðu verið rannsökuð almennilega strax í upphafi, þyrftu þau kannski ekki að þurfa að standa í því núna að reyna að hreinsa sig. Og ef íbúðin hefði verið innsigluð gæti hafa fundist þar heill fjársjóður af vísbendingum. Þess í stað hafi íbúðin verið notuð sem einhverskonar stjórnstöð fyrir leitina að Madeleine og fólk hafi vaðið þar út og inn. Lávarðurinn er furðu lostinn yfir því að Kate McCann hafi fengið að halda í mjúka gæluköttinn CuddleCat, sem Madeleine svaf með. Kötturinn hafi verið í rúmi telpunnar og svo settur upp á háa hillu. Líklega af þeim sem nam hana á brott. Lögreglustjórinn fyrrverandi sagði að jafnvel nýliði í lögreglunni í Bretlandi hefði strax sett köttinn í plastpoka og sent hann í rannsókn. Lávarðurinn blæs af fyrirlitningu á vangaveltur um að McCann hjónin hafi komið líki Madeleine undan í bíl sem þau leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Hann spyr hvernig í ósköpunum þau hefðu átt að fara að því þar sem þau voru í sviðsljósi bæði lögreglu og fjölmiðla allan þennan tíma. Lögregluforinginn fyrrverandi segir að í því sambandi verði að horfa á óhugnanlega staðreynd. Eftir allan þennan tíma hefði lík telpunnar verið illa á sig komið. Mikill leki af líkamsvessum og frumum. Og lyktin hefði verið skelfileg. Hún hefði mengað lokað rými eins og skott á bíl í langan langan tíma. Það komi enganvegin sama við það sem portúgalska lögreglan segi um örlítinn vott af vísbendingum í skottinu. Stevens lávarður lýsir því ekki yfir afdráttarlaust að McCann hjónin séu saklaus. Hinsvegar hafi ekki fundist minnsti snefill af sönnunargögnum sem bendi til annars. Hann segir frá því að í tíu ár hafi hann veitt forstöðu glæpasálfræðimiðstöð innanríkisráðuneytisins sem hefur meðal annars það hlutverk að gera prófíla af afbrotamönnum. Þar hafi hann unnið með öðrum þrautreyndum lögreglumönnum og sálfræðingum eins og prófessor David Canter. Lávarðurinn segist sammála því sem Canter hafi sagt í sjónvarpsviðtali að hann telji líklegast að Madeleine hafi verið rænt. McCann hjónin hafi hvergi komið þar nærri. Lögreglumaðurinn segir einnig að allt sem hann hafi séð til hjónanna hafi sannfært hann um að prófíll þeirra passi ekki fólki sem hafi drepið barn sitt. Hann segir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að vera róleg og hafa fulla stjórn á sjálfum sér í viðtölum við fjölmiðla. Það kemur honum ekki á óvart. Þau séu bæði læknar. Hann skurðlæknir og hún heimilislæknir. Þau séu reynslumikið fagfólk sem sé þrautþjálfað í því að fást við neyðartilvik. Í neyðarástandi sé fagfólk rólegt og yfirvegað. Niðurstaða Stevens lávarðar er einföld. Það finnst ekki minnsti vottur af vísbendingum um að McCann hjónin beri nokkra ábyrgð á hvarfi Madeleine litlu. Erlent Madeleine McCann Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. Það séu einfaldlega engin gögn sem bendi til sektar þeirra. Stevens lávarður var rannsóknarlögreglumaður í fjörutíu ár. Fyrir helgi var hann skipaður sérstakur ráðgjafi Gordons Brown forsætisráðherra í alþjóðlegum öryggismálum. Í grein í News of The World segir hann portúgölsku lögregluna hafa klúðrað málinu skelfilega. Hún hefði strax á fyrsta degi átt að meðhöndla McCann hjónin sem grunuð í málinu. Það sé staðreynd að í þrem af hverjum fjórum barnamorðum séu foreldrarnir sekir. Stevens lávarður segir að portúgalska lögreglan hefði átt að vera kurteis og tillitssöm við hjónin en yfirheyra þau látlaust aftur og aftur, til þess að fá mynd af því sem gerðist þetta kvöld. Jafnframt hefði átt að innsigla íbúðina og næsta umhverfi og hleypa engum þangað nema sérfræðingum. Lávarðurinn segir að ef McCann hjónin hefðu verið rannsökuð almennilega strax í upphafi, þyrftu þau kannski ekki að þurfa að standa í því núna að reyna að hreinsa sig. Og ef íbúðin hefði verið innsigluð gæti hafa fundist þar heill fjársjóður af vísbendingum. Þess í stað hafi íbúðin verið notuð sem einhverskonar stjórnstöð fyrir leitina að Madeleine og fólk hafi vaðið þar út og inn. Lávarðurinn er furðu lostinn yfir því að Kate McCann hafi fengið að halda í mjúka gæluköttinn CuddleCat, sem Madeleine svaf með. Kötturinn hafi verið í rúmi telpunnar og svo settur upp á háa hillu. Líklega af þeim sem nam hana á brott. Lögreglustjórinn fyrrverandi sagði að jafnvel nýliði í lögreglunni í Bretlandi hefði strax sett köttinn í plastpoka og sent hann í rannsókn. Lávarðurinn blæs af fyrirlitningu á vangaveltur um að McCann hjónin hafi komið líki Madeleine undan í bíl sem þau leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Hann spyr hvernig í ósköpunum þau hefðu átt að fara að því þar sem þau voru í sviðsljósi bæði lögreglu og fjölmiðla allan þennan tíma. Lögregluforinginn fyrrverandi segir að í því sambandi verði að horfa á óhugnanlega staðreynd. Eftir allan þennan tíma hefði lík telpunnar verið illa á sig komið. Mikill leki af líkamsvessum og frumum. Og lyktin hefði verið skelfileg. Hún hefði mengað lokað rými eins og skott á bíl í langan langan tíma. Það komi enganvegin sama við það sem portúgalska lögreglan segi um örlítinn vott af vísbendingum í skottinu. Stevens lávarður lýsir því ekki yfir afdráttarlaust að McCann hjónin séu saklaus. Hinsvegar hafi ekki fundist minnsti snefill af sönnunargögnum sem bendi til annars. Hann segir frá því að í tíu ár hafi hann veitt forstöðu glæpasálfræðimiðstöð innanríkisráðuneytisins sem hefur meðal annars það hlutverk að gera prófíla af afbrotamönnum. Þar hafi hann unnið með öðrum þrautreyndum lögreglumönnum og sálfræðingum eins og prófessor David Canter. Lávarðurinn segist sammála því sem Canter hafi sagt í sjónvarpsviðtali að hann telji líklegast að Madeleine hafi verið rænt. McCann hjónin hafi hvergi komið þar nærri. Lögreglumaðurinn segir einnig að allt sem hann hafi séð til hjónanna hafi sannfært hann um að prófíll þeirra passi ekki fólki sem hafi drepið barn sitt. Hann segir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að vera róleg og hafa fulla stjórn á sjálfum sér í viðtölum við fjölmiðla. Það kemur honum ekki á óvart. Þau séu bæði læknar. Hann skurðlæknir og hún heimilislæknir. Þau séu reynslumikið fagfólk sem sé þrautþjálfað í því að fást við neyðartilvik. Í neyðarástandi sé fagfólk rólegt og yfirvegað. Niðurstaða Stevens lávarðar er einföld. Það finnst ekki minnsti vottur af vísbendingum um að McCann hjónin beri nokkra ábyrgð á hvarfi Madeleine litlu.
Erlent Madeleine McCann Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira