Skreyta garða fyrir 400 þúsund Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 31. október 2007 13:52 Það getur tekið frá fjórum til tuttugu klukkutímum að skreyta eitt tré. Einkaaðilar greiða allt að 400 þúsund krónur fyrir að fá jólaskreytingar settar upp í görðum sínum. Viðhorf Íslendinga til jólaskreytinga eru að breytast. Áður lifðu þær einungis í 2-3 vikur yfir jólahátíðina en nú eru þær að breytast yfir í vetrarskreytingar sem lifa jafnvel nokkra mánuði. Þetta segir Brynjar Kjærnested framkvæmdastjóri Garðlistar sem sér um að skreyta garða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörgum þykir nóg um og gagnrýna hversu snemma fyrirtæki auglýsa jólin. Brynjar segist ekki hafa fundið fyrir gagnrýni; „þvert á móti hef ég tekið eftir vilja fólks til að vera snemma á ferðinni og njóta skreytinganna auk þess sem mörgum finnst ljósin létta skammdegið."Kostnaður mismunandiKostnaður við að skreyta garða getur verið afar mismunandi og það getur sem dæmi tekið 4-20 klukkutíma að vefja eitt tré. Almennt greiðir fólk frá 50 þúsundum króna en kostnaður getur farið upp í 400 þúsund fyrir stærstu garðana. Þá eru dæmi um að fyrirtæki greiði allt að eina milljón króna fyrir skreytingar. „Við erum ekki með ódýrar jólaseríur sem verða götóttar ef ein pera fer, endingin og gæðin eru góð," segir BrynjarKostnaður Reykjavíkurborgar við jólaskreytingar á síðasta ári voru 19 milljónir. Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður borgarstjóra segir mikinn kraft verða settan í að skreyta miðborgina í ár, sérstaklega vegna brunans og framkvæmda.FrumkvöðlarEitt þeirra húsa í höfuðborginni sem er hvað þekktast fyrir jólaskreytingar er að Hlyngerði 12. Húsið stendur við Bústaðarveg, ofan Landsspítalans, og var eitt fyrst húsa í borginni til að skreyta með þessum hætti.Sigtryggur Helgason eigandi hússins og sá sem á heiðurinn að þessum miklu skreytingum segist ávallt hafa fundið fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum þessi 12 ár og fengið margar heimsóknir. Leikskólar hafi meðal annars komið og fengið að kíkja í garðinn. Hann notaði allt að 200 seríur í skreytingarnar, auk fjölda jólasveina, snjókalla og stiga sem var skreyttur og lá upp á þak.Sigtryggur segist með að sjá hversu margir fylgdu í kjölfarið. Hann ætlar þó ekki að skreyta jafn mikið í ár. „Ég er 77 ára og hef bara ekki heilsu til þess lengur." Jólaskraut Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Einkaaðilar greiða allt að 400 þúsund krónur fyrir að fá jólaskreytingar settar upp í görðum sínum. Viðhorf Íslendinga til jólaskreytinga eru að breytast. Áður lifðu þær einungis í 2-3 vikur yfir jólahátíðina en nú eru þær að breytast yfir í vetrarskreytingar sem lifa jafnvel nokkra mánuði. Þetta segir Brynjar Kjærnested framkvæmdastjóri Garðlistar sem sér um að skreyta garða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörgum þykir nóg um og gagnrýna hversu snemma fyrirtæki auglýsa jólin. Brynjar segist ekki hafa fundið fyrir gagnrýni; „þvert á móti hef ég tekið eftir vilja fólks til að vera snemma á ferðinni og njóta skreytinganna auk þess sem mörgum finnst ljósin létta skammdegið."Kostnaður mismunandiKostnaður við að skreyta garða getur verið afar mismunandi og það getur sem dæmi tekið 4-20 klukkutíma að vefja eitt tré. Almennt greiðir fólk frá 50 þúsundum króna en kostnaður getur farið upp í 400 þúsund fyrir stærstu garðana. Þá eru dæmi um að fyrirtæki greiði allt að eina milljón króna fyrir skreytingar. „Við erum ekki með ódýrar jólaseríur sem verða götóttar ef ein pera fer, endingin og gæðin eru góð," segir BrynjarKostnaður Reykjavíkurborgar við jólaskreytingar á síðasta ári voru 19 milljónir. Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður borgarstjóra segir mikinn kraft verða settan í að skreyta miðborgina í ár, sérstaklega vegna brunans og framkvæmda.FrumkvöðlarEitt þeirra húsa í höfuðborginni sem er hvað þekktast fyrir jólaskreytingar er að Hlyngerði 12. Húsið stendur við Bústaðarveg, ofan Landsspítalans, og var eitt fyrst húsa í borginni til að skreyta með þessum hætti.Sigtryggur Helgason eigandi hússins og sá sem á heiðurinn að þessum miklu skreytingum segist ávallt hafa fundið fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum þessi 12 ár og fengið margar heimsóknir. Leikskólar hafi meðal annars komið og fengið að kíkja í garðinn. Hann notaði allt að 200 seríur í skreytingarnar, auk fjölda jólasveina, snjókalla og stiga sem var skreyttur og lá upp á þak.Sigtryggur segist með að sjá hversu margir fylgdu í kjölfarið. Hann ætlar þó ekki að skreyta jafn mikið í ár. „Ég er 77 ára og hef bara ekki heilsu til þess lengur."
Jólaskraut Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira