Alonso sagður hættur hjá McLaren Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2007 12:02 Alonso í McLaren-bifreið sinni síðasta keppnistímabil. Nordic Photos / Getty Images Heimasíða spænska dagblaðsins El Mundo sagði í dag að Fernando Alonso væri hættur hjá McLaren. Í fréttinni kemur fram að bæði Alonso og liðið sjálft hafi staðfest viðskilnaðinn. Alonso átti tvö ár eftir af samningi sínum við McLaren og náði aðeins að keppa fyrir hönd liðsins í eitt tímabil. McLaren hafði ekkert um málið að segja þegar fréttastofa Reuters hafði samband við talsmann liðsins. Alonso mun hafa ásamt sínum fulltrúa unnið að starfslokasamningi í höfuðstöðvum liðsins á Englandi í gær og í morgun. Útvarpsstöðin Marca greindi svo einnig frá því í morgun að umboðsmaður Alonso hafi staðfest viðskilnaðinn við sig í morgun. El Mundo sagði einnig að Alonso þyrfti ekkert að greiða til að fá sig lausan undan samningi sínum við McLaren. Alonso og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, voru í hatrammi baráttu um meistaratitil ökuþóra allt tímabilið og töluðust ekki við löngum stundum. Talið var að rígur var byrjaður að myndast innan liðsins en á endanum þurftu þeir báðir að játa sig sigraða fyrir Finnanum Kimi Raikkönen sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn með sigur á lokamóti keppnistímabilsins. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimasíða spænska dagblaðsins El Mundo sagði í dag að Fernando Alonso væri hættur hjá McLaren. Í fréttinni kemur fram að bæði Alonso og liðið sjálft hafi staðfest viðskilnaðinn. Alonso átti tvö ár eftir af samningi sínum við McLaren og náði aðeins að keppa fyrir hönd liðsins í eitt tímabil. McLaren hafði ekkert um málið að segja þegar fréttastofa Reuters hafði samband við talsmann liðsins. Alonso mun hafa ásamt sínum fulltrúa unnið að starfslokasamningi í höfuðstöðvum liðsins á Englandi í gær og í morgun. Útvarpsstöðin Marca greindi svo einnig frá því í morgun að umboðsmaður Alonso hafi staðfest viðskilnaðinn við sig í morgun. El Mundo sagði einnig að Alonso þyrfti ekkert að greiða til að fá sig lausan undan samningi sínum við McLaren. Alonso og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, voru í hatrammi baráttu um meistaratitil ökuþóra allt tímabilið og töluðust ekki við löngum stundum. Talið var að rígur var byrjaður að myndast innan liðsins en á endanum þurftu þeir báðir að játa sig sigraða fyrir Finnanum Kimi Raikkönen sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn með sigur á lokamóti keppnistímabilsins.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira