Erlent

Hestakerrur Danadrottningar seldar

Óli Tynes skrifar
Heeehawww...gobbiddí gobbiddí gobb.
Heeehawww...gobbiddí gobbiddí gobb.

Átta hestakerrur dönsku konungsfjölskyldunnar verða seldar á uppboði síðar í þessum mánuði. Og einn hestasleði. Ekki er það vegna skorts á skotsilfri hjá Margréti Þórhildi, heldur vegna þess að kerrurnar eru endurnýjaðar smám saman. Þær taka talsvert pláss og því eru þær gömlu seldar.

Þetta eru hin fínustu köretöj, eins og danskurinn myndi segja. Verðið 600 til 800 þúsund spesíur íslenskar. Ein kerran er þó svo fornem að talið er að hún fari yfir milljón spesíur. Danskir hestamenn hafa af því nokkrar áhyggjur að útlenskir auðjöfrar kaupi öll herlegheitin.

Frá sagnfræðilegum sjónarhóli eru kerrurnar ekkert sérlega merkilegar. Dönsk söfn kæra sig ekkert um þær. Buddy Hicks frá Texas þætti hinsvegar örugglega gaman að fara í kóngakerru að heimsækja nágranna sína á Suðurgaffli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×