Golf

Birgir Leifur sigraði á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson kórónaði frábæran leik sinn á úrtökumótinu á Acos Gardens með því að leika lokahringinn á þremur höggum undir pari og tryggja sér sigur á mótinu.

Mótið er 2. stigs úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á næsta ári, þar sem 19 efstu kylfingarnir á þessu móti komast á lokaúrtökumótið sem fram fer í næsta mánuði.

Birgir Leifur hafði eins höggs forystu á mótinu áður en keppni hófst í dag en kláraði síðasta hringinn á 69 höggum eða þremur undir pari. Hann var því samtals á 14 höggum undir pari á mótinu.

Birgir fékk 200.000 krónur í verðlaunafé fyrir sigur á mótinu og í samtali við kylfing.is sagðist hann yfir sig ánægður með spilamennskuna.

"Ég er afskaplega ánægður. Þetta gekk frábærlega og nú er barra að halda áfram á sömu braut. Þetta gefur mér ekkert nema aukið sjálfstraust og nú veit ég að ég get þetta," sagði Birgir í samtali við kylfing.is í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×