Lögreglumaðurinn niðurbrotinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2007 14:22 Bróðir Gabriele Sandri var óhuggandi í gær. Nordic Photos / AFP Lögreglumaðurinn sem varð valdur að bana 26 ára stuðningsmanns Lazio á Ítalíu í gær segist vera niðurbrotinn maður. Maðurinn, Gabriele Sandri, var skotinn til bana er hann sat í bíl sínum á áningastað við þjóðveginn nærri borginni Azerro í Tuskanahéraði. Í kjölfarið braust út ofbeldi víða um Ítalíu í tengslum við knattspyrnuleiki. Meðal þess sem átti sér stað var að fótboltabullur í Mílanó köstuðu grjóti í lögreglustöð og réðust að tveimur blaðamönnum. Í Bergamo varð að flauta af leik Atalanta og AC Milan eftir tíu mínútna leik þar sem áhorfendur reyndu að ryðjast inn á völlinn. Í Siena hrópuðu stuðningsmenn ókvæðisorðum að lögreglunni og kölluðu þá morðingja og þá var leik Roma og Cagliari frestað. Jafnframt voru ýmis konar atvik í tengslum við leiki í neðri deildum Ítalíu sem rekja má til dauðsfallsins. Sandri sat í bíl sínum er lögreglumaður hljóp til að stöðva slagsmál stuðningsmanna Lazio og Juventus við fyrrnefndan áningastað. Lögreglumaðurinn sagðist hafa verið í 200 metra fjarlægð og stungið byssunni í hulstrið sitt eftir að hafa skotið viðvörunarskoti í loftið. „Ég var ekki að miða á neinn," sagði lögreglumaðurinn sem hefur verið starfandi sem slíkur í tólf ár. „Fyrsta skotið fór út í loftið og það síðara þegar ég var að hlaupa. Nú þegar ég veit hvað gerðist er ég algjörlega niðurbrotinn. Ég hef eyðilaggt tvær fjölskyldur, annars vegar fjölskyldu þessa drengs og mína fjölskyldu." Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist vera afar áhyggjufullur vegna atburða gærdagsins og fyrirskipaði rannsókn. Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, sagði að hann væri reiðubúinn að kynna róttækar breytingar í kjölfar þessara atburða. Ítalski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fóru of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem varð valdur að bana 26 ára stuðningsmanns Lazio á Ítalíu í gær segist vera niðurbrotinn maður. Maðurinn, Gabriele Sandri, var skotinn til bana er hann sat í bíl sínum á áningastað við þjóðveginn nærri borginni Azerro í Tuskanahéraði. Í kjölfarið braust út ofbeldi víða um Ítalíu í tengslum við knattspyrnuleiki. Meðal þess sem átti sér stað var að fótboltabullur í Mílanó köstuðu grjóti í lögreglustöð og réðust að tveimur blaðamönnum. Í Bergamo varð að flauta af leik Atalanta og AC Milan eftir tíu mínútna leik þar sem áhorfendur reyndu að ryðjast inn á völlinn. Í Siena hrópuðu stuðningsmenn ókvæðisorðum að lögreglunni og kölluðu þá morðingja og þá var leik Roma og Cagliari frestað. Jafnframt voru ýmis konar atvik í tengslum við leiki í neðri deildum Ítalíu sem rekja má til dauðsfallsins. Sandri sat í bíl sínum er lögreglumaður hljóp til að stöðva slagsmál stuðningsmanna Lazio og Juventus við fyrrnefndan áningastað. Lögreglumaðurinn sagðist hafa verið í 200 metra fjarlægð og stungið byssunni í hulstrið sitt eftir að hafa skotið viðvörunarskoti í loftið. „Ég var ekki að miða á neinn," sagði lögreglumaðurinn sem hefur verið starfandi sem slíkur í tólf ár. „Fyrsta skotið fór út í loftið og það síðara þegar ég var að hlaupa. Nú þegar ég veit hvað gerðist er ég algjörlega niðurbrotinn. Ég hef eyðilaggt tvær fjölskyldur, annars vegar fjölskyldu þessa drengs og mína fjölskyldu." Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist vera afar áhyggjufullur vegna atburða gærdagsins og fyrirskipaði rannsókn. Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, sagði að hann væri reiðubúinn að kynna róttækar breytingar í kjölfar þessara atburða.
Ítalski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fóru of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga Sjá meira