Fótbolti

Ánægður með að spila ekki á Ítalíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cannavaro brosir á Spáni.
Cannavaro brosir á Spáni.

Fabio Cannavaro, einn besti leikmaður heimsmeistaraliðs Ítalíu, segist hástánægður með að vera ekki að spila í heimalandinu. Ítalska deildarkeppnin hefur mikið verið í fréttunum síðustu ár, aðallega vegna neikvæðra mála.

„Ég þakka fyrir að vera ekki að spila í Ítalíu. Ég leik með Real Madrid sem hefur fullkominn völl þar sem börn geta mætt á leiki án þess að óttast ofbeldi. Þegar maður er erlendis þá sér maður þá neikvæðu mynd sem ítalskur fótbolti fær," sagði Cannavaro.

„Við höfum ekki haft stjórn á íþróttinni sem við elskum. Það á ekki að gerast að maður láti lífið þegar hann ætlar að reyna að komast á fótboltaleik. Það þarf að grípa til stórtækra ráðstafana," sagði Cassano.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×