Ívar: Skoðun annarra snertir mig lítið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 14:26 Ívar Ingimarsson í sínum síðasta landsleik á Laugardalsvelli, gegn Lettum í síðasta mánuði. Mynd/Daníel Ívar Ingimarsson segir í viðtali við Vísi að hann hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki setja sína atvinnu í hættu. Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi sinn fyrsta leikmannahóp var Ívar Ingimarsson ekki í hópnum. Ólafur sagði þá að Ívar hefði tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu eftir að núverandi undankeppni lýkur. „Það er ekkert dramatískt sem liggur að baki þessari ákvörðun minni," sagði Ívar. „Ég hef verið að hugsa um mín mál og fyrir nokkru síðan tók ég þá ákvörðun að þessi undankeppni yrði mín síðasta." Aðspurður um hvort að árangur landsliðsins eða meint agaleysi innan liðsins hafi haft áhrif á sína ákvörðun sagði hann svo ekki vera. „Ég ætla ekki mér ekki að ræða um hvernig hlutirnir eru í landsliðinu. Forráðamenn landsliðsins verða að svara því," sagði hann. Ívar efaðist líka um að ákvörðun hans væri önnur ef gengi landsliðsins væri annað og betra. „Það gæti verið að það hefði þá verið erfiðara að taka þessa ákvörðun. Ég er samt ekki svo viss um það." Ívar leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Reading en tveir af þeim fimm íslensku leikmönnum sem leika í þeirri deild hafa tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu. Þó er gríðarlegur fjöldi af leikmönnnum í deildinni sem spila með landsliðinu sínu reglulega. „Þessi ákvörðun er tekin út frá mínu persónulega sjónarmiði. Vissulega spila fullt af leikmönnum með sínum landsliðum en ég get ekki tekið mínar ákvarðanir út frá þeim. Ég verð sjálfur að ákveða hvað er rétt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil frekar einbeita mér að minni vinnu og þegar frítími gefst til vil ég eiga þann möguleika að geta farið í frí með minni fjölskyldu. Þetta er jú mín atvinna og ég var ekki tilbúinn að setja hana í hættu." Hann segir að mönnum sé vitanlega frjálst að hafa sína skoðun á sinni ákvörðun. „Hvað öðrum finnst snertir mig þó mjög lítið." Ívar segir að mikið álag fylgir því að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir sem hafa fylgst með mínum ferli í gegnum árin vita að ég hef spilað gríðarlega mikið af leikjum á hverju ári, allt að 50-55 leiki á tímabili. Það hefur tekið bæði mig og félagið langan tíma að komast í ensku úrvalsdeildina og tel ég að ég þurfi á því að halda að vera 100% klár í hvern einasta leik. Einu fríin sem leikmenn fá í deildinni eru landsleikjafríin og ég taldi mig þurfa á þeim tíma að halda til að halda mér í góðu standi." Eftir síðustu landsleikjatörn, er Ísland lék við Lettland og Liechtenstein, datt Ívar úr byrjunarliði Reading og komst ekki í byrjunarliðið á ný fyrr en í síðasta leik. Ívar hefur þó ekki af áhyggjur af stöðu sinni hjá Reading. „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í byrjunarliðinu og maður verður að standa sig í hverjum einasta leik til að halda sínu sæti sem eðlilegt er. Ég hef hug á að taka áfram þátt í toppbaráttu með Reading í einhver ár í viðbót." Hann segist sáttur við að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti. „Ég hef nú leikið bæði með yngri landsliðum Íslands og A-landsliðinu í fjórtán ár og hefur sá tími gefið mér mjög mikið. Ég hef kynnst fullt af góðu fólki og eignast mikið af góðum vinum. En ég græt ekki yfir því að ég sé hættur með landsliðinu. Það kemur að þessu á endanum hvort eð er. Eftir nokkur ár hætti ég sem atvinnumaður í fótbolta og þá tekur eitthvað annað við. Þetta er bara gangurinn sem fylgir því að vera í íþróttum." Íslenski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Ívar Ingimarsson segir í viðtali við Vísi að hann hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki setja sína atvinnu í hættu. Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi sinn fyrsta leikmannahóp var Ívar Ingimarsson ekki í hópnum. Ólafur sagði þá að Ívar hefði tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu eftir að núverandi undankeppni lýkur. „Það er ekkert dramatískt sem liggur að baki þessari ákvörðun minni," sagði Ívar. „Ég hef verið að hugsa um mín mál og fyrir nokkru síðan tók ég þá ákvörðun að þessi undankeppni yrði mín síðasta." Aðspurður um hvort að árangur landsliðsins eða meint agaleysi innan liðsins hafi haft áhrif á sína ákvörðun sagði hann svo ekki vera. „Ég ætla ekki mér ekki að ræða um hvernig hlutirnir eru í landsliðinu. Forráðamenn landsliðsins verða að svara því," sagði hann. Ívar efaðist líka um að ákvörðun hans væri önnur ef gengi landsliðsins væri annað og betra. „Það gæti verið að það hefði þá verið erfiðara að taka þessa ákvörðun. Ég er samt ekki svo viss um það." Ívar leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Reading en tveir af þeim fimm íslensku leikmönnum sem leika í þeirri deild hafa tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu. Þó er gríðarlegur fjöldi af leikmönnnum í deildinni sem spila með landsliðinu sínu reglulega. „Þessi ákvörðun er tekin út frá mínu persónulega sjónarmiði. Vissulega spila fullt af leikmönnum með sínum landsliðum en ég get ekki tekið mínar ákvarðanir út frá þeim. Ég verð sjálfur að ákveða hvað er rétt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil frekar einbeita mér að minni vinnu og þegar frítími gefst til vil ég eiga þann möguleika að geta farið í frí með minni fjölskyldu. Þetta er jú mín atvinna og ég var ekki tilbúinn að setja hana í hættu." Hann segir að mönnum sé vitanlega frjálst að hafa sína skoðun á sinni ákvörðun. „Hvað öðrum finnst snertir mig þó mjög lítið." Ívar segir að mikið álag fylgir því að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir sem hafa fylgst með mínum ferli í gegnum árin vita að ég hef spilað gríðarlega mikið af leikjum á hverju ári, allt að 50-55 leiki á tímabili. Það hefur tekið bæði mig og félagið langan tíma að komast í ensku úrvalsdeildina og tel ég að ég þurfi á því að halda að vera 100% klár í hvern einasta leik. Einu fríin sem leikmenn fá í deildinni eru landsleikjafríin og ég taldi mig þurfa á þeim tíma að halda til að halda mér í góðu standi." Eftir síðustu landsleikjatörn, er Ísland lék við Lettland og Liechtenstein, datt Ívar úr byrjunarliði Reading og komst ekki í byrjunarliðið á ný fyrr en í síðasta leik. Ívar hefur þó ekki af áhyggjur af stöðu sinni hjá Reading. „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í byrjunarliðinu og maður verður að standa sig í hverjum einasta leik til að halda sínu sæti sem eðlilegt er. Ég hef hug á að taka áfram þátt í toppbaráttu með Reading í einhver ár í viðbót." Hann segist sáttur við að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti. „Ég hef nú leikið bæði með yngri landsliðum Íslands og A-landsliðinu í fjórtán ár og hefur sá tími gefið mér mjög mikið. Ég hef kynnst fullt af góðu fólki og eignast mikið af góðum vinum. En ég græt ekki yfir því að ég sé hættur með landsliðinu. Það kemur að þessu á endanum hvort eð er. Eftir nokkur ár hætti ég sem atvinnumaður í fótbolta og þá tekur eitthvað annað við. Þetta er bara gangurinn sem fylgir því að vera í íþróttum."
Íslenski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn