Birgir Leifur: Ánægður með byrjunina á mótinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 15:21 Birgir Leifur var sáttur við árangurinn í dag. Mynd/Elísabet Birgir Leifur Hafþórsson segist vera ánægður með byrjun hans á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en hann lék á einu höggi undir pari í dag. „Þetta gekk alveg ágætlega í dag. Ég var nokkuð stöðugur í mínum leik og gekk spilið þokkalega vel,“ sagði hann. Hann fékk þrjá skolla í dag og fjóra fugla. „Ég lenti svo sem í engum stórvandræðum. Ég þurfti reyndar að taka víti einu sinni þar sem ég valdi vitlausa kylfu og sló of stutt. Púttin voru í góðu lagi og á meðan svo er setur það minni pressu á langa spilið. Ég er því mjög sáttur.“ Alls hófu 156 kylfingar leik í dag en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Birgir Leifur er í 30.-58. sæti eftir keppni dagsins og stendur því ágætlega að vígi. Hann hefur áður staðið í þessum sporum og nýtur reynslunnar nú. „Það er ekki spurning að reynsla mín af þessum mótum kemur til með að hjálpa mér mikið. Ég hef gengið í gegnum þetta allt áður. Það er auðvitað einhver spenna sem fylgir enda væri annað óeðlilegt.“ Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson segist vera ánægður með byrjun hans á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en hann lék á einu höggi undir pari í dag. „Þetta gekk alveg ágætlega í dag. Ég var nokkuð stöðugur í mínum leik og gekk spilið þokkalega vel,“ sagði hann. Hann fékk þrjá skolla í dag og fjóra fugla. „Ég lenti svo sem í engum stórvandræðum. Ég þurfti reyndar að taka víti einu sinni þar sem ég valdi vitlausa kylfu og sló of stutt. Púttin voru í góðu lagi og á meðan svo er setur það minni pressu á langa spilið. Ég er því mjög sáttur.“ Alls hófu 156 kylfingar leik í dag en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Birgir Leifur er í 30.-58. sæti eftir keppni dagsins og stendur því ágætlega að vígi. Hann hefur áður staðið í þessum sporum og nýtur reynslunnar nú. „Það er ekki spurning að reynsla mín af þessum mótum kemur til með að hjálpa mér mikið. Ég hef gengið í gegnum þetta allt áður. Það er auðvitað einhver spenna sem fylgir enda væri annað óeðlilegt.“
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti