Horner segir að Alonso fari til Renault Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2007 12:34 Alonso hætti hjá McLaren á dögunum. Nordic Photos / Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Red Bull-liðsins, segir að Fernando Alonso muni snúa aftur á heimaslóðir og keppa fyrir Renault á næsta ári. Alonso hætti hjá McLaren í síðasta mánuði eftir heldur stormasamt tímabil þar sem hann háði harða baráttu við liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton. Hann er nú að leita sér að nýju keppnisliði og hefur hann sagt að hann ætli sér að keppa í Formúlunni á næsta tímabili. Red Bull er eitt þeirra liða sem hafa verið orðuð við Alonso en Horner telur að hann fari aftur til Renault, þar sem hann varð tvívegis heimsmeistari áður en hann skipti yfir í McLaren fyrir ári síðan. „Okkur er heiður sýndur með því að vera orðaðir við Alonso. Það segir okkur að við höfum sýnt miklar framfarir undanfarin tvö ár. En báðir okkar ökumenn eru samningsbundnir liðinu til 2008,“ sagði Horner. „Aðeins Renault og Toyota eru með laust sæti í sínu liði og tel ég að Fernando fari til Renault.“ Formúla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Christian Horner, liðsstjóri Red Bull-liðsins, segir að Fernando Alonso muni snúa aftur á heimaslóðir og keppa fyrir Renault á næsta ári. Alonso hætti hjá McLaren í síðasta mánuði eftir heldur stormasamt tímabil þar sem hann háði harða baráttu við liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton. Hann er nú að leita sér að nýju keppnisliði og hefur hann sagt að hann ætli sér að keppa í Formúlunni á næsta tímabili. Red Bull er eitt þeirra liða sem hafa verið orðuð við Alonso en Horner telur að hann fari aftur til Renault, þar sem hann varð tvívegis heimsmeistari áður en hann skipti yfir í McLaren fyrir ári síðan. „Okkur er heiður sýndur með því að vera orðaðir við Alonso. Það segir okkur að við höfum sýnt miklar framfarir undanfarin tvö ár. En báðir okkar ökumenn eru samningsbundnir liðinu til 2008,“ sagði Horner. „Aðeins Renault og Toyota eru með laust sæti í sínu liði og tel ég að Fernando fari til Renault.“
Formúla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira