Finnur í Mannamáli 16. nóvember 2007 17:45 Finnur Ingólfsson verður aðalgestur minni í Mannamáli um helgina. Það er næsta auðvelt að setja saman spurningalistann á þennan umtalaða og umdeilda stjórnmálamann sem hefur heldur betur haslað sér völl í viðskiptalífinu á síðustu árum. Ég hef verið í sambandi við Finn síðustu daga og veit sem er að hann hyggst ekkert draga undan í lýsingum sínum á stjórnmálaferlinum - og víst er að hann mun svara svörnum pólitískum andstæðingi - og væri líklega nær að kalla erkióvíni - Sverri Hermannssyni, fullum hálsi. Sverrir hefur verið ólatur við að bera sakir á Finn síðustu misserin - og virðist hvergi nærri hættur í þeim efnum. Finnur hefur hins vegar lítt eða ekki svarað fyrir sig á síðustu árum, þar til nú. Við munum einnig ræða laskaðan Framsóknarflokk og endalausa spillingarumræðuna í kringum þann gamalgróna flokk. Það er af nógu að taka. Þetta verður fjör. Agnes Bragadóttir blaðamaður á Mogga mætir líka til mín og ræðir þöggunartilburðina í íslensku samfélagi, en hún skrifaði merka grein um málið í blað sitt á mánudag. Menn þora sumsé ekki lengur að koma fram undir nafni í landinu, af ótta við eftirmálin! Svo er það miskunnarlausasti krimmi jólabókanna og dómar um Einar Má, Vigdísi Gríms og fleiri góða rithöfunda. Gerður Kristný og Kata Jakobs mæta báðar, sýnu ófrískari en síðast ... Mannamál, kl. 19.05 á sunnudag, óruglað ... Sjáumst. -SER. kllki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Finnur Ingólfsson verður aðalgestur minni í Mannamáli um helgina. Það er næsta auðvelt að setja saman spurningalistann á þennan umtalaða og umdeilda stjórnmálamann sem hefur heldur betur haslað sér völl í viðskiptalífinu á síðustu árum. Ég hef verið í sambandi við Finn síðustu daga og veit sem er að hann hyggst ekkert draga undan í lýsingum sínum á stjórnmálaferlinum - og víst er að hann mun svara svörnum pólitískum andstæðingi - og væri líklega nær að kalla erkióvíni - Sverri Hermannssyni, fullum hálsi. Sverrir hefur verið ólatur við að bera sakir á Finn síðustu misserin - og virðist hvergi nærri hættur í þeim efnum. Finnur hefur hins vegar lítt eða ekki svarað fyrir sig á síðustu árum, þar til nú. Við munum einnig ræða laskaðan Framsóknarflokk og endalausa spillingarumræðuna í kringum þann gamalgróna flokk. Það er af nógu að taka. Þetta verður fjör. Agnes Bragadóttir blaðamaður á Mogga mætir líka til mín og ræðir þöggunartilburðina í íslensku samfélagi, en hún skrifaði merka grein um málið í blað sitt á mánudag. Menn þora sumsé ekki lengur að koma fram undir nafni í landinu, af ótta við eftirmálin! Svo er það miskunnarlausasti krimmi jólabókanna og dómar um Einar Má, Vigdísi Gríms og fleiri góða rithöfunda. Gerður Kristný og Kata Jakobs mæta báðar, sýnu ófrískari en síðast ... Mannamál, kl. 19.05 á sunnudag, óruglað ... Sjáumst. -SER. kllki
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun