Erlent

Áhirf loftslagsbreytinga eru ótvíræð

Guðjón Helgason skrifar

Áhrif loftslagsbreytinga eru ótvíræð og 90% líkur á því að útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannvöldum sé helsta orsökin. Þetta er niðurstaðan í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna - sem kynnt var í morgun.

Lokaskýrslan var samþykkt á fundi loftslagsnefndarinnar í Valenciu á Spáni í gærkvöldi. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kynnti hana svo formlega í morgun. Þrjár skýrslur nefndarinnar frá því fyrr á þessu ári eru dregnar saman. Það er mat sérfræðinganna að áhrif loftslagsbreytinga séu ótvíræð. Rúmlega níutíu prósent líkur séu á því að útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé helsta orsök breytinganna. Áhrifin á lífríkið geti komið fram á skömmum tíma og verið óafturkræf. Jöklar bráðni hraðar og það sem meira sé þá kunni að fara svo að þriðjungur allra plöntu- og dýrategunda deyji út hækki meðalhiti á ári um á bilinu 1,5 til 2,5 gráður. Það geti gerst á skömmum tíma.

Annað sem skýrsluhöfundarnir fjölmörgu telja hættu á að á bilinu 75 til tvö 250 milljónir jarðarbúa eigi mun erfiðara með að nálgast ferskvatn. Uppsekra af ræktarlandi þar sem teyst sé regnvatn til ræktunar verði helmingi minni en nú. Fæða í Afríku verði enn frekar af skornum skammti auk þess sem kóralrif víða um heim verði fyrir enn meiri skaða.

Sérfræðingarnri telja einnig að meðalhiti hækki líkast til um á bilinu 1,8 til 4 gráður en hungsanlega um 1,1 til 6,4 gráður. Yfirborg sjávar hækki um allt að fjörutíu og þrjár sentimetra. Ís á Norðurheimskautinu hverfi yfir sumartímann á seinni hluta þessarar aldar. Hitabylgjur verði fleiri og meiri og hitabeltisstormar öflurgir.

Lokaskýrslan er afgerandi að sögn sérfræðinga - sem leggja einnig áherslu á að það sé mat vísindamanna að ekki sé of seint að grípa til aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×