
Golf
Birgir Leifur á fimm undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson er enn í góðri stöðu til að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni í golfi á næsta ári eftir að hann lauk keppni í dag á einu höggi undir pari. Hann er því samtals á fimm undir pari þegar einum hring er ólokið á mótinu og er í kring um 20 sætið á mótinu. 30 efstu kylfingarnir tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni eftir lokahringinn á morgun.