Kærasta Murats hótar lögsókn Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 21. nóvember 2007 14:38 Robert Murat hefur legið undir grun í sex mánuði. MYND/AFP Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu. Portúgalskur vörubílsstjóri hefur sagt leynilögreglumönnum á vegum Kate og Gerry McCann að hann hafi séð konu sem líktist Michaelu haldandi á barni sem líktist Madeleine um 40 kílómetra frá íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz. Annað vitni segist hafa séð Walczuch í bæ í Marokkó 15. júní á sama tíma og hún sá ljóshærða stúlku sem líktist Madeleine. Isabel Gonzalez sagðist vera viss um að ljóshærð kona sem hún hitti 15. júní væri hin 34 ára Michaela Walczuch. Hún sagði að konan og maður sem leit út fyrir að vera evrópskur hefðu stungið mjög í stúf í bænum Zaio. Hún tilkynnti lögreglu strax um að hún teldi stúlkuna vera Madeleine en var sagt að það væri ólíklegt þar sem talið væri að stúlkan væri látin. Isabel ákvað að tjá sig um málið eftir að hún heyrði að portúgalski vörubílsstjórinn hefði haldið því fram að hann hefði séð Walczuch með stúlku sem líktist Madeleine 5. maí, tveimur dögum eftir að hún hvarf. Hún sagðist alltaf hafa verið viss um að hafa séð Madeleine; „og nú er ég jafn viss um að ljóshærða konan sem ég sá þennan dag var kærasta Murats." Isabel segist hafa séð hvernig lítil ljóshærð stúlka var dregin yfir götuna og hún hafi strax hugsað með sér að þetta væri Madeleine. Stúlkan hafi verið með eldri konu með múslimaslæðu sem labbaði hratt og reyndi að fela andlit sitt fra bílum sem keyrðu hjá. Vinna eftir kenningu um aðild banraklámhringsPortúgalska lögreglan og leynilögreglumenn McCann hjónanna rannsaka nú bæði tilfellin og mögulega tengingu á milli þeirra. Þeir vinna eftir kenningunni um að stúlkunni hafi verið rænt eftir pöntun barnaníðinga í barnaklámhring. Ræninginn hafi talið að Madeleine væri auðveld bráð. Stjórnendur barnaklámhringsins hafi ekki áttað sig á því að stúlkan væri með sterkt sérkenni í auga sem gerði það að verkum að hún væri mjög auðveldlega þekkjanleg. Þeir hafi fyllst skelfingu þegar lýsingu á henni hafi verið dreift um Algarve og kallað til annan hóp til að fara með stúlkuna úr landi. Vörubílsstjórinn sem ekki hefur verið nafngreindur gæti hafa séð þegar barnið var fært frá einum hópnum til annars nálægt bænum Silves, 160 kílómetra frá Praia da Luz. Walczuch var yfirheyrð af lögreglu eftir að Murat fékk réttarstöðu grunaðs í málinu. Þau hafa verið í sambandi í tvö ár. Portúgalska lögreglan segir að konan geti ekki verið tengd málinu. Hún mun hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar stúlkan hvarf og hefur alfarið neitað aðild að málinu. Murat hefur verið grunaður í hálft ár en lögregla hefur ekki nægileg gögn til að ákæra hann. Lögreglumenn munu ekki lengur telja að málið gegn McCann hjónunum sé byggt á traustum grunni. Rannsóknin virðist því vera á frumstigi enn eina ferðina. Madeleine McCann Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu. Portúgalskur vörubílsstjóri hefur sagt leynilögreglumönnum á vegum Kate og Gerry McCann að hann hafi séð konu sem líktist Michaelu haldandi á barni sem líktist Madeleine um 40 kílómetra frá íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz. Annað vitni segist hafa séð Walczuch í bæ í Marokkó 15. júní á sama tíma og hún sá ljóshærða stúlku sem líktist Madeleine. Isabel Gonzalez sagðist vera viss um að ljóshærð kona sem hún hitti 15. júní væri hin 34 ára Michaela Walczuch. Hún sagði að konan og maður sem leit út fyrir að vera evrópskur hefðu stungið mjög í stúf í bænum Zaio. Hún tilkynnti lögreglu strax um að hún teldi stúlkuna vera Madeleine en var sagt að það væri ólíklegt þar sem talið væri að stúlkan væri látin. Isabel ákvað að tjá sig um málið eftir að hún heyrði að portúgalski vörubílsstjórinn hefði haldið því fram að hann hefði séð Walczuch með stúlku sem líktist Madeleine 5. maí, tveimur dögum eftir að hún hvarf. Hún sagðist alltaf hafa verið viss um að hafa séð Madeleine; „og nú er ég jafn viss um að ljóshærða konan sem ég sá þennan dag var kærasta Murats." Isabel segist hafa séð hvernig lítil ljóshærð stúlka var dregin yfir götuna og hún hafi strax hugsað með sér að þetta væri Madeleine. Stúlkan hafi verið með eldri konu með múslimaslæðu sem labbaði hratt og reyndi að fela andlit sitt fra bílum sem keyrðu hjá. Vinna eftir kenningu um aðild banraklámhringsPortúgalska lögreglan og leynilögreglumenn McCann hjónanna rannsaka nú bæði tilfellin og mögulega tengingu á milli þeirra. Þeir vinna eftir kenningunni um að stúlkunni hafi verið rænt eftir pöntun barnaníðinga í barnaklámhring. Ræninginn hafi talið að Madeleine væri auðveld bráð. Stjórnendur barnaklámhringsins hafi ekki áttað sig á því að stúlkan væri með sterkt sérkenni í auga sem gerði það að verkum að hún væri mjög auðveldlega þekkjanleg. Þeir hafi fyllst skelfingu þegar lýsingu á henni hafi verið dreift um Algarve og kallað til annan hóp til að fara með stúlkuna úr landi. Vörubílsstjórinn sem ekki hefur verið nafngreindur gæti hafa séð þegar barnið var fært frá einum hópnum til annars nálægt bænum Silves, 160 kílómetra frá Praia da Luz. Walczuch var yfirheyrð af lögreglu eftir að Murat fékk réttarstöðu grunaðs í málinu. Þau hafa verið í sambandi í tvö ár. Portúgalska lögreglan segir að konan geti ekki verið tengd málinu. Hún mun hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar stúlkan hvarf og hefur alfarið neitað aðild að málinu. Murat hefur verið grunaður í hálft ár en lögregla hefur ekki nægileg gögn til að ákæra hann. Lögreglumenn munu ekki lengur telja að málið gegn McCann hjónunum sé byggt á traustum grunni. Rannsóknin virðist því vera á frumstigi enn eina ferðina.
Madeleine McCann Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira