Grafhýsi Rómúlusar og Remusar fundið Óli Tynes skrifar 22. nóvember 2007 10:12 Hvelfingin helga. Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. Höllin stendur á Palatínhæð, einni af sjö hæðum Rómar. Sumir fornleifafræðingar ganga svo langt að segja að þetta sé mesti fornleifafundur allra tíma. Á spena úlfynju Samkvæmt goðsögninni voru Rómúlus og Remus tvíburasynir stríðsguðsins Mars. Þeir voru skildir eftir í vöggu á bökkum Tíberfljóts þar sem úlfynja fann þá. Hún bar þá í greni sitt og gaf þeim spena. Í Róm til forna fékk greni hennar nafnið Lupercale, en Lupa er latína fyrir úlfynja. Lupercale var því talinn mikill helgidómur og fagurlega skreyttur. Eins og svo margt annað týndist grenið á þeim árþúsundum sem Róm hefur staðið. Bræðurnir eru sagðir hafa stofnað Rómarborg 21. apríl árið 753 fyrir Krist. Valdabaráttu þeirra í milli lauk með því að Rómúlus drap Remus og varð fyrsti konungur Rómar. Höll Ágústusar. Ágústus taldi sig Rómúlus Grafhýsið eða grenið fannst fyrir tilviljun þegar fornleifafræðingar unnu að viðgerð á höll Ágústusar. Það er sextán metra undir jörðu. Girgio Croci, sem stjórnar viðgerðinni segir að þeir hafi orðið agndofa þegar þeir fyrst komu niður á það ennþá fagurlega skreytt skeljum og marmara. Eftir vandlega skoðun hafi þeir sannfærst um að þetta sé Lupercale og þá hafi gríðarleg fagnaðarlæti brotist út. Fornleifafræðingurinn Andrea Carandini er sannfærð um að það hafi ekki verið nein tilviljun að Ágústus skyldi reisa sér hús yfir Lupercale. Helgidómurinn hafi leikið stórt hlutverk í stjórnsýslu hans enda hafi hann litið á sig sem hinn nýja Rómúlus. Lupercale finnst víða höggvið í stein. Goðsögn og staðreyndir Höll Ágústusar, sem var eiginlega frekar stórt hús á þeirra tíma mælikvarða hefur verið lokuð í mörg ár vegna viðgerðanna. Hún verður opnuð almenningi á nýjan leik árið 2008. Ekki er þó líklegt að grenið verði opnað almenningi á sama tíma. Fornleifafræðingarnir segja að það sé afskaplega viðkvæmt. Það þurfi að fara með mikilli gát við könnun þess og opnun. Carandini segir að sagan af tilurð Rómarborgar sé að hluta til goðsögn og að hluta söguleg staðareynd. Fornleifafundir færi sífellt frekari sönnur þess að hún sé ekki síðari tíma munnmælasögur heldur eigi upptök sín í sögulegum staðreyndum. Erlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Sjá meira
Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. Höllin stendur á Palatínhæð, einni af sjö hæðum Rómar. Sumir fornleifafræðingar ganga svo langt að segja að þetta sé mesti fornleifafundur allra tíma. Á spena úlfynju Samkvæmt goðsögninni voru Rómúlus og Remus tvíburasynir stríðsguðsins Mars. Þeir voru skildir eftir í vöggu á bökkum Tíberfljóts þar sem úlfynja fann þá. Hún bar þá í greni sitt og gaf þeim spena. Í Róm til forna fékk greni hennar nafnið Lupercale, en Lupa er latína fyrir úlfynja. Lupercale var því talinn mikill helgidómur og fagurlega skreyttur. Eins og svo margt annað týndist grenið á þeim árþúsundum sem Róm hefur staðið. Bræðurnir eru sagðir hafa stofnað Rómarborg 21. apríl árið 753 fyrir Krist. Valdabaráttu þeirra í milli lauk með því að Rómúlus drap Remus og varð fyrsti konungur Rómar. Höll Ágústusar. Ágústus taldi sig Rómúlus Grafhýsið eða grenið fannst fyrir tilviljun þegar fornleifafræðingar unnu að viðgerð á höll Ágústusar. Það er sextán metra undir jörðu. Girgio Croci, sem stjórnar viðgerðinni segir að þeir hafi orðið agndofa þegar þeir fyrst komu niður á það ennþá fagurlega skreytt skeljum og marmara. Eftir vandlega skoðun hafi þeir sannfærst um að þetta sé Lupercale og þá hafi gríðarleg fagnaðarlæti brotist út. Fornleifafræðingurinn Andrea Carandini er sannfærð um að það hafi ekki verið nein tilviljun að Ágústus skyldi reisa sér hús yfir Lupercale. Helgidómurinn hafi leikið stórt hlutverk í stjórnsýslu hans enda hafi hann litið á sig sem hinn nýja Rómúlus. Lupercale finnst víða höggvið í stein. Goðsögn og staðreyndir Höll Ágústusar, sem var eiginlega frekar stórt hús á þeirra tíma mælikvarða hefur verið lokuð í mörg ár vegna viðgerðanna. Hún verður opnuð almenningi á nýjan leik árið 2008. Ekki er þó líklegt að grenið verði opnað almenningi á sama tíma. Fornleifafræðingarnir segja að það sé afskaplega viðkvæmt. Það þurfi að fara með mikilli gát við könnun þess og opnun. Carandini segir að sagan af tilurð Rómarborgar sé að hluta til goðsögn og að hluta söguleg staðareynd. Fornleifafundir færi sífellt frekari sönnur þess að hún sé ekki síðari tíma munnmælasögur heldur eigi upptök sín í sögulegum staðreyndum.
Erlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Sjá meira