Erlent

Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar handteknir

Guðjón Helgason skrifar

Boris Nemtsov, stjórnarnadstöðuleiðtogi í Rússlandi og líklegur forsetaframbjóðandi á næsta ári, var handtekinn ásamt um 200 stjórnarandstæðinum í Sánkti Pétursborg í dag.

Mótmæli gegn stjórnarháttum Pútíns Rússlandsforseta voru haldin í borginni, nú þegar vika er til kosninga í landinu. Stjórnarandstæðingar voru barðir með kylfum og dregnir í rútur sem fluttu þá á brott.

Í gær voru mótmælendur í Moskvu handteknir. Þar á meðal var Gary Kasparov, skákmeistari og einn leiðtoga stjórnarandstöðunar. Hann var dæmdur í fimm daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli og að sýna mótþróa við handtöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×