Þeir Jermain Defoe og Younes Kaboul eru ekki í leikmannahópi Tottenham sem mætir Álaborg á heimavelli sínum í UEFA-bikarkeppninni á morgun.
Defoe er kvefaður og Kaboul á við meiðsli í nára að stríða. Fyrir eru þeir Ledley King, Benoit Assou-Ekotto, Ricardo Rocha og Anthony Gardner frá vegna meiðsla.
Gareth Bale hefur jafnað sig á sínum meiðslum og lék gegn West Ham um helgina og það sama má segja um Steed Malbranque.