Erlent

Neyðarlögum aflétt 16. desember

Óli Tynes skrifar

Pervez Musharraf forseti Pakistans tilkynnti í dag að neyðarlögum yrði aflétt í landinu 16. desember næstkomandi. Neyðarlögin setti hann 3. nóvember síðastliðinn. Þegar mótmæli gegn honum stóðu sem hæst.

Neyðarlögin hafa verið gagnrýnd víða um heim. Musharraf hefur einnig sagt af sér sem yfirmaður hersins og svarið eið sem borgaralegur forseti Pakistans næstu fimm ári.

Það er þó orðið óvíst hvort hann fær þessi fimm ár í friði, því andstaða við hann hefur farið hraðvaxandi í landinu undanfarna mánuði.

Þingkosningar fara fram 8. janúar næstkomandi. Líklegt þykir að andstæðingar hans verði sterkir á þingi, ef kosningarnar fara þá eðlilega fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×