Æsingur í Mannamáli 30. nóvember 2007 11:12 Það verður fjörlegt um að litast í þætti mínum, Mannamáli, næstkomandi sunnudagskvöld. Þingflokksformennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Ögmundur Jónasson munu takast á um þingsköp og þar á meðal ræðutíma alþingismanna en himinn og haf skilur þau að í þessum efnum. Það verður líka gaman að ræða við Ögmund um lífið í stjórnarandstöðunni með Framsókn - og við Arnbjörgu um lífið í stjórninni á tímum Össurarbloggsins. Þetta verður hasar. Bjarni Ármannsson athafnamaður verður líka gestur minn. Rei-málið á mannamáli. Hver er hans sýn á þessa pólitísku afferu? Hvað gerðist raunveruilega á bak við tjöldin? Svo kemur drottning sakamálasögunnar til mín, Yrsa Sigurðardóttir sem er farin að kroppa í vinsældir Arnalds á toppi metsölulistanna. Ég gleymi ekki bókarýni Gerðar Kristnýjar. Sumsé, fjölbreytt og fjörlegt. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Það verður fjörlegt um að litast í þætti mínum, Mannamáli, næstkomandi sunnudagskvöld. Þingflokksformennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Ögmundur Jónasson munu takast á um þingsköp og þar á meðal ræðutíma alþingismanna en himinn og haf skilur þau að í þessum efnum. Það verður líka gaman að ræða við Ögmund um lífið í stjórnarandstöðunni með Framsókn - og við Arnbjörgu um lífið í stjórninni á tímum Össurarbloggsins. Þetta verður hasar. Bjarni Ármannsson athafnamaður verður líka gestur minn. Rei-málið á mannamáli. Hver er hans sýn á þessa pólitísku afferu? Hvað gerðist raunveruilega á bak við tjöldin? Svo kemur drottning sakamálasögunnar til mín, Yrsa Sigurðardóttir sem er farin að kroppa í vinsældir Arnalds á toppi metsölulistanna. Ég gleymi ekki bókarýni Gerðar Kristnýjar. Sumsé, fjölbreytt og fjörlegt. -SER.