Erlent

Blóðugt ár í Danmörku

Þrjátíu og sex manneskjur hafa verið myrtar í Danmörku það sem af er þessu ári, að sögn danska blaðsins BT.

Á síðasta ári voru þær 31. BT segir að ef desember líkist öðrum mánuðum ársins verði fjórar manneskjur í viðbót myrtar fyrir árslok.

Hnífar voru notaðir við þriðjung morðanna. Þriðjungur var myrtur með barsmíðum eða kyrkingum og sjö voru skotnir til bana.

Þótt þetta sé meira en í fyrra er þó ekki verið að setja neitt met. Árið 1997 voru 88 myrtir í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×