Herjólfur úr slipp í dag Guðjón Helgason skrifar 6. desember 2007 12:15 Viðgerðir á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi eru á undan áætlun og verður henni siglt úr slipp í Hafnarfirði síðdegis í dag. Áætlunarferðir hefjast svo aftur á hádegi á morgun. Leki kom upp í skrúfubúnaði Vestmannaeyjaferjunnar og henni siglt til viðgerða í Hafnarfirði í fyrradag. Þær munu á undan áætlun og ferjan fer úr slipp síðdegis. Áætlunaferðir hefjast svo aftur á hádegi á morgun. Á meðan hefur aðeins verið hægt að fljúga milli lands og Eyja en Selfoss - skip Eimskipafélagsins - kom þó með vörur til Eyja í morgun sem ella hefðu komið með Herjólfi. Samgöngur milli lands og Eyja voru til umræðu á Alþingi í gær. Árni Johnsen lýsti ástandinu að vegasambandslaust væri við eina stærstu verstöð landsins. Flug væri með höppum og glöppum til Vestmannaeyja, vegna þess að ekki væri gengið frá samningum um flugumferðarstjórn á Vestmannaeyjaflugvelli, þangað sem ekki mætti fljúga eftir hálf sjö á kvöldin. Árni sagði Vestmannaeyinga sitja uppi með verkfælni Vegagerðarinnar og slæleg vinnubrögð hennar í þessu máli undanfarin ár. Fleiri þingmenn kjördæmisins tóku undir áhyggjur Árna af stöðu mála en Kristján Möller, samgönguráðherra, sagði unnið í því. Vitað væri um útboð í fluginu - ferðum fjölgað um sumarið. Síðan væri það nýja ferjan. Drög að útboðslýsingu lægju fyrir og vonandi hægt að auglýsa nú í desember. Fréttir Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira
Viðgerðir á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi eru á undan áætlun og verður henni siglt úr slipp í Hafnarfirði síðdegis í dag. Áætlunarferðir hefjast svo aftur á hádegi á morgun. Leki kom upp í skrúfubúnaði Vestmannaeyjaferjunnar og henni siglt til viðgerða í Hafnarfirði í fyrradag. Þær munu á undan áætlun og ferjan fer úr slipp síðdegis. Áætlunaferðir hefjast svo aftur á hádegi á morgun. Á meðan hefur aðeins verið hægt að fljúga milli lands og Eyja en Selfoss - skip Eimskipafélagsins - kom þó með vörur til Eyja í morgun sem ella hefðu komið með Herjólfi. Samgöngur milli lands og Eyja voru til umræðu á Alþingi í gær. Árni Johnsen lýsti ástandinu að vegasambandslaust væri við eina stærstu verstöð landsins. Flug væri með höppum og glöppum til Vestmannaeyja, vegna þess að ekki væri gengið frá samningum um flugumferðarstjórn á Vestmannaeyjaflugvelli, þangað sem ekki mætti fljúga eftir hálf sjö á kvöldin. Árni sagði Vestmannaeyinga sitja uppi með verkfælni Vegagerðarinnar og slæleg vinnubrögð hennar í þessu máli undanfarin ár. Fleiri þingmenn kjördæmisins tóku undir áhyggjur Árna af stöðu mála en Kristján Möller, samgönguráðherra, sagði unnið í því. Vitað væri um útboð í fluginu - ferðum fjölgað um sumarið. Síðan væri það nýja ferjan. Drög að útboðslýsingu lægju fyrir og vonandi hægt að auglýsa nú í desember.
Fréttir Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira