Íslenski boltinn

Íslensk knattspyrna 2007 komin út

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Víðir Sigurðsson með eintak af bók sinni á blaðamannafundi í dag.
Víðir Sigurðsson með eintak af bók sinni á blaðamannafundi í dag. Mynd/E. Stefán

Í dag var kynnt bókin Íslensk knattspyrna 2007 eftir Víði Sigurðsson, blaðamann á Morgunblaðinu. Þetta er bók númer 27 í röðinni.

Bókin er gefin út í samstarfi við KSÍ en í henni má finna úrslit allra leikja á vegum KSÍ á árinu.

Hún telur 224 blaðsíður og auk hefðbundinnar umfjöllunar um íslenska knattspyrnu eru ítarleg viðtöl við Rúnar Kristinsson, Katrínu Jónsdóttur, Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólaf Jóhannesson.

Bókaútgáfan Tindur gefur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×