Birgir Leifur á einu höggi yfir pari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2007 10:19 Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson komst betur frá öðrum keppnisdegi en þeim fyrsta á South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en tvísýnt er hvort hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi yfir pari í dag. Hann hóf leik á fyrstu braut í dag og náði strax fugli. Hann náði öðrum fugli á fjórðu braut en fékk svo skolla á þeirri níundu. Engu að síður góður árangur og lék hann fyrri níu á einu höggi undir pari. En eins og í gær gekk honum verr á síðari níu holunum sínum. Hann byrjaði á tíunda teig í gær og gekk vel þá á 10.-18. holu en í dag sýndi hann ekki sama stöðugleika. Hann byrjaði á því að fá tvo skolla. Birgir Leifur náði þó góðum fugli á 12. holu sem er par þrír en fékk svo skolla á þeirri næstu, par fimm. Þá komu þrjú pör, skolli og svo fugl á átjándu. Sem stendur er hann í 76.-86. sæti á mótinu og því óljóst hvort hann komist í gegnum niðurskurðinn. Það kemur í ljós síðar í dag þegar allir kylfingar hafa lokið keppni. Annar keppnisdagur: Einn yfir pari. 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 3 högg (fugl) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 5 högg (par) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 2 högg (fugl) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 5 högg (par) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 5 högg (skolli) Fyrri níu (par 36): 35 högg (einn undir pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 5 högg (skolli) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 5 högg (skolli) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 2 högg (fugl) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 6 högg (skolli) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 3 högg (par) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 5 högg (skolli) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 4 högg (fugl) Seinni níu (par 36): 38 högg (tveir yfir pari) Samtals: 1 yfir pari Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Samtals: 152 högg (átta yfir pari), 76.-86. sæti. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson komst betur frá öðrum keppnisdegi en þeim fyrsta á South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en tvísýnt er hvort hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi yfir pari í dag. Hann hóf leik á fyrstu braut í dag og náði strax fugli. Hann náði öðrum fugli á fjórðu braut en fékk svo skolla á þeirri níundu. Engu að síður góður árangur og lék hann fyrri níu á einu höggi undir pari. En eins og í gær gekk honum verr á síðari níu holunum sínum. Hann byrjaði á tíunda teig í gær og gekk vel þá á 10.-18. holu en í dag sýndi hann ekki sama stöðugleika. Hann byrjaði á því að fá tvo skolla. Birgir Leifur náði þó góðum fugli á 12. holu sem er par þrír en fékk svo skolla á þeirri næstu, par fimm. Þá komu þrjú pör, skolli og svo fugl á átjándu. Sem stendur er hann í 76.-86. sæti á mótinu og því óljóst hvort hann komist í gegnum niðurskurðinn. Það kemur í ljós síðar í dag þegar allir kylfingar hafa lokið keppni. Annar keppnisdagur: Einn yfir pari. 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 3 högg (fugl) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 5 högg (par) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 2 högg (fugl) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 5 högg (par) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 5 högg (skolli) Fyrri níu (par 36): 35 högg (einn undir pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 5 högg (skolli) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 5 högg (skolli) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 2 högg (fugl) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 6 högg (skolli) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 3 högg (par) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 5 högg (skolli) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 4 högg (fugl) Seinni níu (par 36): 38 högg (tveir yfir pari) Samtals: 1 yfir pari Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Samtals: 152 högg (átta yfir pari), 76.-86. sæti.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira