Íslenski boltinn

Fyrsta skóflustungan að nýju félagsheimili Leiknis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Einarsson formaður Leiknis og Dagur B. Eggertsson í dag.
Arnar Einarsson formaður Leiknis og Dagur B. Eggertsson í dag.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýju félagsheimili Leiknis í Breiðholti.

Leiknir sendi í dag frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

"Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók í dag fyrstu opinberu skóflustunguna að nýju félagsheimili íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti. Arnar Einarsson, formaður Leiknis, stóð við hlið Dags þegar hann stakk í jörðina.

Framkvæmdir á Leiknissvæðinu eru komnar á gott ról þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi haft sín áhrif og verður klárað að rífa gamla félagsheimilið í þessari viku. Gamla húsið var einungis 110 fm en það nýja verður tæpir 700 fm og því ljóst að það kemur til með að gjörbreyta allri aðstöðu fyrir félagið. Þar sem fjöldi iðkenda hefur vaxið hratt síðustu ár og telur nú t.a.m. um 260 börn og unglinga.

Íþróttafélagið Leiknir er stórhuga félag jafnvel þótt það sé tiltölulega ungt að árum en það var stofnað 1973. Áður en Dagur stakk í jörðina talaði hann um þann uppgang sem hefur verið í starfssemi Leiknis síðustu ár og að hann hafi heyrt miklar ánægjuraddir frá íbúum í Breiðholtinu yfir því að hverfið sé að eignast jafn sterkt íþróttafélag.

Meistaraflokkur Leiknis í karlaflokki leikur í 1. deild Íslandsmótsins og náði í sumar besta árangri í sögu félagsins með því að hafna í sjötta sæti."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×