Múm býður á tónleika 18. desember 2007 13:46 Hljómsveitin Múm mun fagna heimkomu sinni og vel lukkaðri tónleikaferð á skemmtistaðnum Organ á miðvikudagskvöldið klukkan níu. Fram koma Múm, Mr. Silla & Mongoose og fleiri óvæntir gestir, og er frítt á tónleikana. Í september sendi sveitin frá sér fjórðu hljómplötu sína 'Go Go Smear the Poison Ivy'. Platan var tekin upp víðs vegar um landið og má þá nefna sérstaklega tónlistarskólann á Ísafirði sem Örvar og Gunnar lögðu undir sig sumarið 2006. Önnur skólabygging kom einnig við sögu, en allar trommur og gott betur, voru teknar upp í gömlum skóla á eynni Nötö sem liggur á milli Svíþjóðar og Finnlands. Stofnmeðlimir sveitarinnar Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Örn Tynes sitja enn í stjórnklefanum, en á þessari plötu koma þar að fjölmargir hjálparkokkar, bæði nýjir og gamlir. Finnska trommuundrið Samuli Kosminen ber bumbur og sér um slagverksleik eins og á síðustu plötum og Eiríkur Orri Ólafsson bregður sér í allra kvikinda líki, leikur á trompet, pianó og útsetur strengi og blásturshljóðfæri. Ólöf Arnalds leikur á víólu og gítar sem fyrr og syngur, en í hópinn bætast þær Hildur Guðnadóttir og Sigurlaug Gísladóttir, eða Mr.Silla, en Hildur hefur þó unnið heilmikið með múm áður. Kápuna hannaði Ingibjörg Birgisdóttir og hefur myndband hennar við fyrsta smáskífulagið vakið gríðarlega athygli og þá sérstaklega á Youtube, þar sem myndbandið hefur fengið hátt í 500.000 áhorfendur og var um tímabil 35. vinsælasta myndband á síðunni. Múm hyggur ekki á tónleika á Íslandi fyrr en eftir tónleikaferð sína til Japan snemma á næsta ári, þar sem hún spilar m.a. á þremur tónleikum með Skakkamanage. Í sumar spilaði sveitin á sérvöldum tónlistarhátíðum víða um Evrópu, til að mynda Primavera í Barcelona, La Mar de Musicas í Murcia, Villette Sonique í París, Sync festival Aþenu, Afisha í Moskvu og nú síðast á hálfgerðum leynitónleikum á Museum of Garden History í London, þar sem gestir voru dregnir úr hatti eða hálfgerðu net-lotteríi. Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hljómsveitin Múm mun fagna heimkomu sinni og vel lukkaðri tónleikaferð á skemmtistaðnum Organ á miðvikudagskvöldið klukkan níu. Fram koma Múm, Mr. Silla & Mongoose og fleiri óvæntir gestir, og er frítt á tónleikana. Í september sendi sveitin frá sér fjórðu hljómplötu sína 'Go Go Smear the Poison Ivy'. Platan var tekin upp víðs vegar um landið og má þá nefna sérstaklega tónlistarskólann á Ísafirði sem Örvar og Gunnar lögðu undir sig sumarið 2006. Önnur skólabygging kom einnig við sögu, en allar trommur og gott betur, voru teknar upp í gömlum skóla á eynni Nötö sem liggur á milli Svíþjóðar og Finnlands. Stofnmeðlimir sveitarinnar Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Örn Tynes sitja enn í stjórnklefanum, en á þessari plötu koma þar að fjölmargir hjálparkokkar, bæði nýjir og gamlir. Finnska trommuundrið Samuli Kosminen ber bumbur og sér um slagverksleik eins og á síðustu plötum og Eiríkur Orri Ólafsson bregður sér í allra kvikinda líki, leikur á trompet, pianó og útsetur strengi og blásturshljóðfæri. Ólöf Arnalds leikur á víólu og gítar sem fyrr og syngur, en í hópinn bætast þær Hildur Guðnadóttir og Sigurlaug Gísladóttir, eða Mr.Silla, en Hildur hefur þó unnið heilmikið með múm áður. Kápuna hannaði Ingibjörg Birgisdóttir og hefur myndband hennar við fyrsta smáskífulagið vakið gríðarlega athygli og þá sérstaklega á Youtube, þar sem myndbandið hefur fengið hátt í 500.000 áhorfendur og var um tímabil 35. vinsælasta myndband á síðunni. Múm hyggur ekki á tónleika á Íslandi fyrr en eftir tónleikaferð sína til Japan snemma á næsta ári, þar sem hún spilar m.a. á þremur tónleikum með Skakkamanage. Í sumar spilaði sveitin á sérvöldum tónlistarhátíðum víða um Evrópu, til að mynda Primavera í Barcelona, La Mar de Musicas í Murcia, Villette Sonique í París, Sync festival Aþenu, Afisha í Moskvu og nú síðast á hálfgerðum leynitónleikum á Museum of Garden History í London, þar sem gestir voru dregnir úr hatti eða hálfgerðu net-lotteríi.
Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira