Erlent

Þrettán felldir á Gaza ströndinni

Óli Tynes skrifar
Palestínumenn syrgja nokkra hinna föllnu.
Palestínumenn syrgja nokkra hinna föllnu.

Ísraelar felldu 13 palestinska vígamenn í loftárásum á Gaza ströndina í dag. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur í marga mánði í átökum þessara aðila.

Hamas samtökin ráða Gaza ströndina og þaðan rignir eldflaugum yfir Ísrael. Þær gera þó sjaldnast mikið tjón. Ísraelar svara með árásum bæði af landi og úr lofti.

Hin herskáu samtök Islamic Jihad segja að mennirnir þrettán hafi tilheyrt þeim. Þau hótuðu að hefja sjálfsmorðsárásir í Ísrael á nýjan leik, í hefndarskyni. Engin sjálfsmorðsárás hefur verið gerð í Ísrael í ellefu mánuði.

Það er meðal annars vegna gríðarlega strangrar landamæragæslu. Hún gerir Palestínumönnum í mörgum tilfellum ókleift að stunda vinnu í Ísrael.

Á Gaza ströndinni er enga vinnu að hafa. Palestínumenn á Gaza búa því við rýran kost og mega þola skort á öllum nauðsynjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×