Erlent

Óvopnaður ísbrjótur á hvalveiðiflotann

Óli Tynes skrifar
Ástralski ísbrjóturinn Oceanic Viking er notaður við tolla- og fiskveiðieftirlit.
Ástralski ísbrjóturinn Oceanic Viking er notaður við tolla- og fiskveiðieftirlit.

Ástralar ætla að senda ísbrjót til þess að fylgjast með japanska hvalveiðiflotanum í grennd við Suðurskautið. Þungar vélbyssur skipsins verða þó teknar niður og læstar í vopnageymslunni til þess að slá á áhyggjur stjórnvalda í Tokyo.

Fyrir kosningarnar lofaði hinn nýi forsætisráðherra Ástralíu því að ef hann kæmist til valda myndi hann senda herskip til þess að fylgjast með japanska hvalveiðiflotanum. Ástralskur sérfræðingur í alþjóðalögum benti á að vopnað eftirlit væri brot á Suðurskautssáttmálanum frá 1959.

Þar er Suðurskautið lýst vopnlaust svæði. Stjórnvöld í Ástralíu gripu því til þess ráðs að senda afvopnaðan ísbrjót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×