Erlent

Ég vil sprengja mig eins og mamma -myndband

Óli Tynes skrifar
Litla stúlkan með sprengjuna.
Litla stúlkan með sprengjuna.

Breska lögreglan rannsakar nú uppruna myndbands þar sem lítil stúlka hyllir móður sína sem framdi sjálfsmorðssprengjuárás í Ísrael árið 2004.

Fjórir ísraelskir hermenn féllu í árásinni. Konan var hin 22 ára gamla Reem al-Reyashi sem var tveggja barna móðir. Myndbandið er ætlað börnum, til þess að syngja með. Það er meðal annars selt í bænahúsum múslima í Bretlandi.

Á myndbandinu er sungið um að litla stúlkan sakni móður sinnar. Hún gengur að fataskáp þar sem hún lyktar af yfirhöfn mömmu, til þess að finna ilminn af henni. En hún hyllir móðurina fyrir að láta lífið fyrir trúna, og vill feta í fótspor hennar.

Myndbandið endar á því að stúlkan opnar kommóðuskúffu og tekur þar upp dínamittúbur. Stúlkan sem leikur í því er líklega 6-7 ára gömul. Breskir leiðtogar múslima í Bretlandi hafa fordæmt myndbandið.

Sjáið myndbandið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×