Bankastjórnin eða ríkisstjórnin Steinunn Stefánsdóttir skrifar 19. nóvember 2008 09:53 Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, flutti ræðu á morgunfundi Viðskiptaráðs í gær. Ræðu seðlabankastjórans var beðið með mikilli eftirvæntingu og um fátt meira rætt í gær, eins og vænta mátti enda hefur formaður stjórnar Seðlabanka Íslands ekki svarað þeirri gagnrýni sem bankinn hefur sætt síðan í fyrstu viku bankakreppunnar. Í ræðu sinni undraðist Davíð að Seðlabankinn hefði lent í toppsæti yfir sökudólga í bankakreppunni. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina og benti á að með lagabreytingu frá árinu 1998 hafi bankaeftirlit verið tekið undan Seðlabankanum og þar með hafi bankinn ekki lengur haft tæki til að taka á þeim vanda sem þó blasti við mönnum þar. Með umræddri lagabreytingu var bankaeftirlit flutt til Fjármálaeftirlitsins en á það verður þó að benda hér, sem Davíð láðist að geta, að einn þriggja bankastjóra Seðlabankans sat í þriggja manna stjórn Fjármálaeftirlitsins þar til um miðjan október síðastliðinn. Auk þess verður að minna á það hver var forsætisráðherra þjóðarinnar þegar umrædd lagabreyting var gerð og seðlabankastjóri sagði hafa verið í samræmi tísku þess tíma. Það var sami Davíð Oddsson eins og flestir muna. Ýmsir hagfræðingar benda í Markaðinum í dag á leiðir sem Seðlabankanum hefðu vissulega verið færar en seðlabankastjóri minntist ekki á. Má þar nefna bindiskyldu og heimild Seðlabankans til að setja bönkum lausafjárreglur sem hefðu gert bönkunum óhægara um vik að draga inn erlent lánsfé. Í máli Davíðs Oddssonar í gærmorgun kom glöggt fram að bankastjórn Seðlabanka Íslands var vel meðvituð um það í hvað stefndi hjá íslensku bönkunum. Hann segir stjórnvöldum í landinu ítrekað á síðasta hálfa öðru ári hafa verið bent á hvert stefndi en hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra kannast við að ríkisstjórnin hafi ekki orðið við ábendingum sem bárust frá Seðlabanka. Því hlýtur spurningin um það hvers vegna ekkert var aðhafst að vera áleitin. Bankastjórar Seðlabankans funduðu í aðdraganda bankakreppunnar ítrekað með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og embættismönnum en að sögn Davíðs tókst forystumönnum viðskiptabankanna ævinlega að sannfæra menn um að áhyggjur Seðlabankans væru að minnsta kosti ýktar. Ekki verður annað séð en að hér lýsi formaður bankastjórnar Seðlabankans algeru vantrausti á stjórnvöld í landinu. Á sama tíma hefur Geir H. Haarde forsætisráðherra ítrekað að hann ber fullt traust til stjórnar Seðlabanka Íslands. Að lestri ræðu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, loknum er áleitnust sú spurning hvort ekki verði annað hvort að víkja, bankastjórn Seðlabankans eða ríkisstjórn Íslands sem sú bankastjórn treystir svo illa sem fram kom í máli Davíðs Oddssonar í gær. Þess hlýtur að vera skammt að bíða að í ljós komi hvor stjórnin víkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, flutti ræðu á morgunfundi Viðskiptaráðs í gær. Ræðu seðlabankastjórans var beðið með mikilli eftirvæntingu og um fátt meira rætt í gær, eins og vænta mátti enda hefur formaður stjórnar Seðlabanka Íslands ekki svarað þeirri gagnrýni sem bankinn hefur sætt síðan í fyrstu viku bankakreppunnar. Í ræðu sinni undraðist Davíð að Seðlabankinn hefði lent í toppsæti yfir sökudólga í bankakreppunni. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina og benti á að með lagabreytingu frá árinu 1998 hafi bankaeftirlit verið tekið undan Seðlabankanum og þar með hafi bankinn ekki lengur haft tæki til að taka á þeim vanda sem þó blasti við mönnum þar. Með umræddri lagabreytingu var bankaeftirlit flutt til Fjármálaeftirlitsins en á það verður þó að benda hér, sem Davíð láðist að geta, að einn þriggja bankastjóra Seðlabankans sat í þriggja manna stjórn Fjármálaeftirlitsins þar til um miðjan október síðastliðinn. Auk þess verður að minna á það hver var forsætisráðherra þjóðarinnar þegar umrædd lagabreyting var gerð og seðlabankastjóri sagði hafa verið í samræmi tísku þess tíma. Það var sami Davíð Oddsson eins og flestir muna. Ýmsir hagfræðingar benda í Markaðinum í dag á leiðir sem Seðlabankanum hefðu vissulega verið færar en seðlabankastjóri minntist ekki á. Má þar nefna bindiskyldu og heimild Seðlabankans til að setja bönkum lausafjárreglur sem hefðu gert bönkunum óhægara um vik að draga inn erlent lánsfé. Í máli Davíðs Oddssonar í gærmorgun kom glöggt fram að bankastjórn Seðlabanka Íslands var vel meðvituð um það í hvað stefndi hjá íslensku bönkunum. Hann segir stjórnvöldum í landinu ítrekað á síðasta hálfa öðru ári hafa verið bent á hvert stefndi en hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra kannast við að ríkisstjórnin hafi ekki orðið við ábendingum sem bárust frá Seðlabanka. Því hlýtur spurningin um það hvers vegna ekkert var aðhafst að vera áleitin. Bankastjórar Seðlabankans funduðu í aðdraganda bankakreppunnar ítrekað með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og embættismönnum en að sögn Davíðs tókst forystumönnum viðskiptabankanna ævinlega að sannfæra menn um að áhyggjur Seðlabankans væru að minnsta kosti ýktar. Ekki verður annað séð en að hér lýsi formaður bankastjórnar Seðlabankans algeru vantrausti á stjórnvöld í landinu. Á sama tíma hefur Geir H. Haarde forsætisráðherra ítrekað að hann ber fullt traust til stjórnar Seðlabanka Íslands. Að lestri ræðu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, loknum er áleitnust sú spurning hvort ekki verði annað hvort að víkja, bankastjórn Seðlabankans eða ríkisstjórn Íslands sem sú bankastjórn treystir svo illa sem fram kom í máli Davíðs Oddssonar í gær. Þess hlýtur að vera skammt að bíða að í ljós komi hvor stjórnin víkur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun