Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið keppni á opna suður-afríska meistaramótinu í golfi en hann lék á einu höggi yfir pari vallarins í dag.
Hann lék því hringina fjóra á samtals tveimur höggum yfir pari og varð í 66.-72. sæti af þeim 76 keppendum sem komust í gegnum niðurskurðinn. Hann fær tvö þúsund evrur, um 340 þúsund krónur, í sinn hlut fyrir árangurinn.
Þetta er í þriðja sæti á árinu sem hann vinnur verðlaunafé á mótum á Evrópumótaröðinni og í fyrsta sinn síðan í byrjun apríl.
Birgir Leifur byrjaði vel í dag og fékk þrjá fugla í röð frá fimmtu til sjöundu holu. Hann var því á þremur höggum undir pari eftir fyrri níu.
Hann fékk hins vegar skramba strax á tíundu holu og svo skolla á elleftu. Hann fékk svo aftur skolla á átjándu og var því á einu höggi yfir pari í dag.
Birgir Leifur fær 340 þúsund krónur
