Veður til að skapa Þorsteinn Pálsson skrifar 2. janúar 2008 08:00 Endurnýjun kjarasamninga er mikilvægasta og um leið eldfimasta verkefni sem við blasir í upphafi nýs árs. En það er kvika í því umhverfi sem þeir hrærast í sem leiða eiga þessa mikilvægu samninga til lykta. Hún vekur óneitanlega upp ýmsar spurningar um þjóðfélagsþróunina á næstu árum. Með öðrum orðum: Margt veitir vísbendingu um að tími sé kominn til að endurmeta ýmsa grundvallarþætti er lúta að samkeppnishæfni Íslands og stöðu í alþjóðasamfélaginu. Fyrsta viðfangsefnið eru menntamálin. Þau eru stærsta fjárfestingarverkefnið framundan. Háskóli Íslands setti sér metnaðarfullt markmið um að komast í fremstu röð skóla og rannsóknarstofnana af því tagi. Skólinn greip á lofti hugmynd sem menntamálaráðherra skaut fram um það efni. Nú er unnið samkvæmt markvissri áætlun um að lyfta skólanum á hærra stig. Nýr alþjóðlegur samanburður á árangri grunnskóla sýnir að íslenskir skólar hafa fremur farið aftur á bak en áfram. Viðbrögðin á Alþingi voru eins og hver önnur moðsuða. Það er óásættanlegt. Á þessu sviði fræðslumálanna er einnig þörf á að beina sjónum að inntaki skólastarfsins með hnitmiðaðri tímasettri áætlun um árangur. Frumvörp að nýrri heildarlöggjöf fela ekki í sér lausnina. En þau eru mikilvægur grunnur til að byggja á og stórt skref fram á við. Í framhaldi af því yrði bæði hressandi og vekjandi að sjá sams konar frumkvæði og tekið var í Háskólanum til að lyfta grunnskólunum og gera þá samkeppnishæfari í alþjóðlegu samhengi. Annað viðfangsefnið er skattkerfið. Tveir áratugir eru nú frá því að mesta skattkerfisbreyting sem gerð hefur verið kom til framkvæmda. Hún var undirbúin í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Tekjuskattslækkun allra síðustu ára hefur miðað að því að koma skatthlutfallinu aftur niður á það stig sem þá var ákveðið. Eins og mál hafa skipast eru ríkar ástæður til að skoða möguleika á nýrri grundvallarbreytingu á skattkerfinu hugsanlega með flötum tekjuskatti til að þrengja bilið milli skattheimtu af launum og fjármagni. Það mun taka tíma með því að mikilvægt er að breið samstaða takist um öll veigamikil nýmæli í skattamálum. En framhjá því verður ekki litið að tími er kominn á að leggja línur til nýrrar framtíðar á þessu sviði. Þriðja viðfangsefnið er krónan og staða Íslands í alþjóða samfélaginu. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur réttilega lýst núverandi stefnu í peningamálum sem tilraun. Hana má ekki kaupa of dýru verði. Einsýnt er að viðunandi stöðugleiki á fjármálamarkaði næst ekki að óbreyttu skipulagi. Evran er nærtækasti kosturinn í þessu efni. Þetta er langtíma viðfangsefni. Mestu skiptir að markmiðið sé skýrt. Aðild að Evrópusambandinu er ekki bundin sömu vandkvæðum eins og fyrir tíu til fimmtán árum. Kjarni málsins er sá að búa þarf svo um hnútana að unnt verði að taka varanlegar ákvarðanir um stöðugra peningalegt umhverfi eftir þrjú til fjögur ár. Öll þessi þrjú atriði skipta sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands á komandi tíð. Einu gildir í því samhengi hvort horft er á umhverfi einstaklinga eða atvinnulífs. Pólitískar aðstæður eru að því leyti hagstæðar að í ríkisstjórn sitja þeir flokkar sem líklegastir eru til að tryggja nægjanlega breiða samstöðu um þær grundvallarbreytingar sem samkeppnishæfni landsins veltur öðru fremur á. „Nú er veður til að skapa." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Endurnýjun kjarasamninga er mikilvægasta og um leið eldfimasta verkefni sem við blasir í upphafi nýs árs. En það er kvika í því umhverfi sem þeir hrærast í sem leiða eiga þessa mikilvægu samninga til lykta. Hún vekur óneitanlega upp ýmsar spurningar um þjóðfélagsþróunina á næstu árum. Með öðrum orðum: Margt veitir vísbendingu um að tími sé kominn til að endurmeta ýmsa grundvallarþætti er lúta að samkeppnishæfni Íslands og stöðu í alþjóðasamfélaginu. Fyrsta viðfangsefnið eru menntamálin. Þau eru stærsta fjárfestingarverkefnið framundan. Háskóli Íslands setti sér metnaðarfullt markmið um að komast í fremstu röð skóla og rannsóknarstofnana af því tagi. Skólinn greip á lofti hugmynd sem menntamálaráðherra skaut fram um það efni. Nú er unnið samkvæmt markvissri áætlun um að lyfta skólanum á hærra stig. Nýr alþjóðlegur samanburður á árangri grunnskóla sýnir að íslenskir skólar hafa fremur farið aftur á bak en áfram. Viðbrögðin á Alþingi voru eins og hver önnur moðsuða. Það er óásættanlegt. Á þessu sviði fræðslumálanna er einnig þörf á að beina sjónum að inntaki skólastarfsins með hnitmiðaðri tímasettri áætlun um árangur. Frumvörp að nýrri heildarlöggjöf fela ekki í sér lausnina. En þau eru mikilvægur grunnur til að byggja á og stórt skref fram á við. Í framhaldi af því yrði bæði hressandi og vekjandi að sjá sams konar frumkvæði og tekið var í Háskólanum til að lyfta grunnskólunum og gera þá samkeppnishæfari í alþjóðlegu samhengi. Annað viðfangsefnið er skattkerfið. Tveir áratugir eru nú frá því að mesta skattkerfisbreyting sem gerð hefur verið kom til framkvæmda. Hún var undirbúin í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Tekjuskattslækkun allra síðustu ára hefur miðað að því að koma skatthlutfallinu aftur niður á það stig sem þá var ákveðið. Eins og mál hafa skipast eru ríkar ástæður til að skoða möguleika á nýrri grundvallarbreytingu á skattkerfinu hugsanlega með flötum tekjuskatti til að þrengja bilið milli skattheimtu af launum og fjármagni. Það mun taka tíma með því að mikilvægt er að breið samstaða takist um öll veigamikil nýmæli í skattamálum. En framhjá því verður ekki litið að tími er kominn á að leggja línur til nýrrar framtíðar á þessu sviði. Þriðja viðfangsefnið er krónan og staða Íslands í alþjóða samfélaginu. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur réttilega lýst núverandi stefnu í peningamálum sem tilraun. Hana má ekki kaupa of dýru verði. Einsýnt er að viðunandi stöðugleiki á fjármálamarkaði næst ekki að óbreyttu skipulagi. Evran er nærtækasti kosturinn í þessu efni. Þetta er langtíma viðfangsefni. Mestu skiptir að markmiðið sé skýrt. Aðild að Evrópusambandinu er ekki bundin sömu vandkvæðum eins og fyrir tíu til fimmtán árum. Kjarni málsins er sá að búa þarf svo um hnútana að unnt verði að taka varanlegar ákvarðanir um stöðugra peningalegt umhverfi eftir þrjú til fjögur ár. Öll þessi þrjú atriði skipta sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands á komandi tíð. Einu gildir í því samhengi hvort horft er á umhverfi einstaklinga eða atvinnulífs. Pólitískar aðstæður eru að því leyti hagstæðar að í ríkisstjórn sitja þeir flokkar sem líklegastir eru til að tryggja nægjanlega breiða samstöðu um þær grundvallarbreytingar sem samkeppnishæfni landsins veltur öðru fremur á. „Nú er veður til að skapa."
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun