Lipur eins og fólksbíll Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. janúar 2008 06:00 Þorsteinn Einarsson fékk Hummerinn í skiptum fyrir Chevrolet pickup. Fréttablaðið/GVA Þótt hressilega gusti á Kjalarnesinu á köflum kemst Þorsteinn Einarsson sjúkraliði allra sinna ferða. Hann ekur um á Hummer sem haggast ekki þó að vindurinn fari í sextíu metra á sekúndu. „Þetta er skemmtilegur vagn,“ segir Þorsteinn Einarsson um heiðgula Hummerinn sem hann ekur á og er líka notaður sem heimilisbíll sambýlis á Kjalarnesinu. Spurður hvort ekki sé hreinlega nauðsynlegt að vera með svona þungan bíl á því svæði vegna hvassviðris svarar hann „Ég segi það nú ekki. Við höfum búið hér í 30 ár og finnst ekkert alvarlegt þó blási eitthvað. Við förum á milli þótt vindurinn fari í 50-60 metra á sekúndu. En þessi bíll haggast ekki,“ segir Þorsteinn og brosir við. „Það er alltaf yndislegt að keyra hann því þrátt fyrir stærðina hefur hann allar hreyfingar netts og góðs fólksbíls.“ Hummerinn er af árgerð 2003. Þorsteinn kveðst hafa fengið hann um miðjan maí á síðasta ári. „Strákurinn minn keypti hann. Hann þurfti að komast norður til Akureyrar einn, tveir og þrír, svo hann fór inn á bílasölu og keypti sér Hummer. Þegar hann kom til baka seint um kvöldið kom hann með hann til mín og sagði: „Pabbi, þú mátt taka við þessum bíl. Ég keypti hann bara til að fara á honum norður.“ Svo ég tók bílinn en hann seldi Chevrolet pickup fyrir mig í staðinn.“ Þótt Hummerinn sé stæðilegur er hann bara ætlaður fimm manns. Blaðamaður og eigandi eru sammála um að ekki hefði verið farið með færri en tíu í svona bíl á sveitaböllin í gamla daga. Í framhaldinu rifjar Þorsteinn upp ferðalag í litlum Bens. „Við vorum ellefu í honum. Löggan stoppaði okkur því hún hélt að við værum með háu ljósin. Bíllin varð svo rasssíður og lyftist þá upp að framan. Svo laumuðust allir upp í aftur þegar löggan var farin.“ Bílar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent
Þótt hressilega gusti á Kjalarnesinu á köflum kemst Þorsteinn Einarsson sjúkraliði allra sinna ferða. Hann ekur um á Hummer sem haggast ekki þó að vindurinn fari í sextíu metra á sekúndu. „Þetta er skemmtilegur vagn,“ segir Þorsteinn Einarsson um heiðgula Hummerinn sem hann ekur á og er líka notaður sem heimilisbíll sambýlis á Kjalarnesinu. Spurður hvort ekki sé hreinlega nauðsynlegt að vera með svona þungan bíl á því svæði vegna hvassviðris svarar hann „Ég segi það nú ekki. Við höfum búið hér í 30 ár og finnst ekkert alvarlegt þó blási eitthvað. Við förum á milli þótt vindurinn fari í 50-60 metra á sekúndu. En þessi bíll haggast ekki,“ segir Þorsteinn og brosir við. „Það er alltaf yndislegt að keyra hann því þrátt fyrir stærðina hefur hann allar hreyfingar netts og góðs fólksbíls.“ Hummerinn er af árgerð 2003. Þorsteinn kveðst hafa fengið hann um miðjan maí á síðasta ári. „Strákurinn minn keypti hann. Hann þurfti að komast norður til Akureyrar einn, tveir og þrír, svo hann fór inn á bílasölu og keypti sér Hummer. Þegar hann kom til baka seint um kvöldið kom hann með hann til mín og sagði: „Pabbi, þú mátt taka við þessum bíl. Ég keypti hann bara til að fara á honum norður.“ Svo ég tók bílinn en hann seldi Chevrolet pickup fyrir mig í staðinn.“ Þótt Hummerinn sé stæðilegur er hann bara ætlaður fimm manns. Blaðamaður og eigandi eru sammála um að ekki hefði verið farið með færri en tíu í svona bíl á sveitaböllin í gamla daga. Í framhaldinu rifjar Þorsteinn upp ferðalag í litlum Bens. „Við vorum ellefu í honum. Löggan stoppaði okkur því hún hélt að við værum með háu ljósin. Bíllin varð svo rasssíður og lyftist þá upp að framan. Svo laumuðust allir upp í aftur þegar löggan var farin.“
Bílar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent