Á jeppum upp á jökla 5. janúar 2008 00:01 Í hverjum jeppa eiga helst ekki að vera nema einn til tveir svo hægt sé að flytja fólk á milli bíla ef eitthvað kemur upp á. Það er eins gott að hafa kaggann í lagi þegar farið er í ferð upp á jökul með ferðafélaginu Útivist. Á föstudaginn eftir tvær vikur er á döfinni að leggja á brattann og aka um fannbreiður Langjökuls hjá Þjófakróki, að vísu að laugardagsmorgni því á föstudagskvöldið verður gist í skála í Kaldadal. „Í gönguferðunum okkar eru skór mælikvarði á erfiðleikastig ferðarinnar og þrír skór eru erfiðastir. Eins er það með jeppaferðirnar og ferðin upp á Langjökul er svokölluð þriggja jeppa ferð,“ segir Bjarney Sigurjónsdóttir hjá Útivist. „Þegar við förum í erfiðari ferðir sem þessar þá er ekki mikið af börnum með því helst eiga ekki að vera fleiri en einn til tveir í hverjum bíl svo hægt sé að sameina farþega í aðra bíla ef eitthvað kemur upp á.“ Á jöklinum er keyrt þannig að einn fararstjóri er aftastur á sinni bifreið og fremst keyrir fyrirliðinn. Talstöðvar eru notaðar til að tala milli bíla. Yfirleitt þurfa jepparnir að vera á 38 tommu dekkjum, en hvort jeppi sé nógu vel búinn til að koma með í ferð er háð mati fararstjóra hverju sinni. Fararstjórinn skoðar þá bílinn og metur. Mat og vistir þarf fólk að taka með sér sjálft. Skúli Skúlason framkvæmdastjóri Útivistar segir að í vetrarferðum sem þessum eigi veðrið stóran þátt í því hvort og hvernig ferðin gangi fyrir sig. „Stundum er keyrt í góðu færi og glampandi sólskini alla helgina og ekkert nema tóm hamingja en svo getur það líka orðið þannig að menn komi dauðþreyttir í bæinn á mánudagsmorgni ef það hefur gengið illa að komast yfir,“ segir Skúli og bætir við að engin alvarleg óhöpp hafi nokkurn tímann orðið í ferðunum. „Það eru nú alltaf einhverjar festur en þá verður bara næsti bíll að vera snöggur með spottann. Sem betur fer hefur ekki komið upp velta hjá okkur.“ Eflaust er það mjög hressandi að fara í svona jeppaferðir upp á hvítan jökul í janúarmánuði, láta púströrið blása, þyrla upp snjó og sleppa undan eilífu hálfmyrkri ljósastauranna í þéttbýlinu. niels@frettabladid.is Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent
Það er eins gott að hafa kaggann í lagi þegar farið er í ferð upp á jökul með ferðafélaginu Útivist. Á föstudaginn eftir tvær vikur er á döfinni að leggja á brattann og aka um fannbreiður Langjökuls hjá Þjófakróki, að vísu að laugardagsmorgni því á föstudagskvöldið verður gist í skála í Kaldadal. „Í gönguferðunum okkar eru skór mælikvarði á erfiðleikastig ferðarinnar og þrír skór eru erfiðastir. Eins er það með jeppaferðirnar og ferðin upp á Langjökul er svokölluð þriggja jeppa ferð,“ segir Bjarney Sigurjónsdóttir hjá Útivist. „Þegar við förum í erfiðari ferðir sem þessar þá er ekki mikið af börnum með því helst eiga ekki að vera fleiri en einn til tveir í hverjum bíl svo hægt sé að sameina farþega í aðra bíla ef eitthvað kemur upp á.“ Á jöklinum er keyrt þannig að einn fararstjóri er aftastur á sinni bifreið og fremst keyrir fyrirliðinn. Talstöðvar eru notaðar til að tala milli bíla. Yfirleitt þurfa jepparnir að vera á 38 tommu dekkjum, en hvort jeppi sé nógu vel búinn til að koma með í ferð er háð mati fararstjóra hverju sinni. Fararstjórinn skoðar þá bílinn og metur. Mat og vistir þarf fólk að taka með sér sjálft. Skúli Skúlason framkvæmdastjóri Útivistar segir að í vetrarferðum sem þessum eigi veðrið stóran þátt í því hvort og hvernig ferðin gangi fyrir sig. „Stundum er keyrt í góðu færi og glampandi sólskini alla helgina og ekkert nema tóm hamingja en svo getur það líka orðið þannig að menn komi dauðþreyttir í bæinn á mánudagsmorgni ef það hefur gengið illa að komast yfir,“ segir Skúli og bætir við að engin alvarleg óhöpp hafi nokkurn tímann orðið í ferðunum. „Það eru nú alltaf einhverjar festur en þá verður bara næsti bíll að vera snöggur með spottann. Sem betur fer hefur ekki komið upp velta hjá okkur.“ Eflaust er það mjög hressandi að fara í svona jeppaferðir upp á hvítan jökul í janúarmánuði, láta púströrið blása, þyrla upp snjó og sleppa undan eilífu hálfmyrkri ljósastauranna í þéttbýlinu. niels@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent