Menning

Ljósmyndir af tónlist Bachs, píanó og nikka

Anna Áslaug Ragnarsdóttir Kemur fram á tónleikum í Hömrum á Ísafirði annað kvöld.
Anna Áslaug Ragnarsdóttir Kemur fram á tónleikum í Hömrum á Ísafirði annað kvöld.

Það verður mikið um að vera í tónlistar- og menningarhúsinu Hömrum á Ísafirði þessa vikuna. Píanóleikarinn Anna Áslaug Ragnarsdóttir kemur þar fram á tónleikum annað kvöld kl. 20 og leikur ýmsar píanóperlur eftir Bach, Beethoven, Chopin, Jónas Tómasson og Olivier Messiaen. Aðgangur að þessum skemmtilegu tónleikunum er ókeypis.

Á föstudagskvöld kl. 20 er svo komið að því að rúmenski ljósmyndarinn Octavian Balea opni sýningu á verkum sínum í Hömrum undir yfirskriftinni Engill og brúða. Aðaluppistaða sýningarinnar eru ljósmyndir sem hann tengir við frægt tónverk Bachs, Goldberg-tilbrigðin. Kvöldið er þó ekki einungis helgað ljósmyndalistinni þar sem að finnski harmóníkuleikarinn Terhi Sjöblom kemur fram við opnun sýningarinnar og leikur nokkur vel valin verk. Terhi kemur svo fram á tónleikum í Hömrum á laugardag kl. 16, en á efnisskrá hennar eru aðallega verk eftir norræn tónskáld. Aðgangur að tónleikunum og sýningunni er ókeypis en þau Octavian og Terhi hlutu styrk úr Norræna menningarsjóðnum til Íslandsferðarinnar.- vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×