Komdu fagnandi, kreppa! Davíð Þór Jónsson skrifar 20. janúar 2008 06:00 Nýlega bárust fréttir af því að reykvísk athafnakona hefði tapað morði fjár á fjármálamarkaði. Hún bar sig afar aumlega yfir því að hafa tapað hundruðum milljóna sem hún fékk lánaðar til að nota í fjárhættuspil. Á sama tíma er ekki hægt að greiða þeim sem annast börnin okkar mannsæmandi laun og gamalmennum er hrúgað inn á fjársveltar stofnanir og gert að lifa á smánarlegri hungurlús. Forðum daga sagði vitur maður einmitt að menningarstig þjóða mætti ráða af því hvernig þær búa að börnum og öldruðum. Það er mikill áfellisdómur yfir Íslendingum. Ég vona að mér fyrirgefist að gráta þurrum tárum yfir óförum athafnakonu þessarar. Margt getur haft áhrif á gildismat þjóðar og siðferði. Það gildir líka um einstaklinga. Hömlulaust neyslubrjálæði hefur persónuleikabreytandi áhrif á fólk og veldur stigvaxandi siðblindu. Leggist brjálæði á heilar þjóðir getur það sent þær aftur á siðferðilegt steinaldarstig. Þegar einstaklingar hafa keyrt líf sitt í andlegt gjaldþrot með þrotlausri, hugbreytandi neyslu, er algert úrræðaleysi oft forsenda þess að þeir nái bata. Ekkert nema fullkomin uppgjöf getur fyllt þá þeirri örvæntingu sem þarf til að þeir endurskoði líf sitt og gildismat, forgangsraði upp á nýtt og átti sig á því hvað það raunverulega er sem gefur lífinu gildi og hvað það er sem byrgir sýnina á hin sönnu lífsins gæði. Þá verður það sjálfkrafa að keppikefli að láta neysluna lönd og leið. Þótt fólk geti þurft að glíma við erfið fráhvarfseinkenni, jafnvel þrálát síðhvörf, þá hættir neyslan að vera eftirsóknarverð. Það að vera laus úr vítahring neyslunnar verður dýrðlegri munaður en fólk óraði fyrir því að væri til. Kannski virkar sama lausn fyrir þjóðir sem blindaðar eru af neysluæði. Einhver kann að hugsa sem svo að þetta sé ekki sambærilegt, að þótt bæði fíklar og athafnafólk helgi líf sitt og vilja því að „komast í efni" hvað sem það kostar, þá sé merking orðasambandsins gerólík á milli þessara tveggja menningarheima. Gott og vel. En þeim, sem eru þeirrar skoðunar að neysla Íslendinga hafi ekki haft persónuleikabreytandi áhrif á þjóðarsálina upp á síðkastið, ráðlegg ég að skríða upp úr holunni sem þeir hafa hafst við í síðastliðin fimmtán ár og líta í kring um sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Nýlega bárust fréttir af því að reykvísk athafnakona hefði tapað morði fjár á fjármálamarkaði. Hún bar sig afar aumlega yfir því að hafa tapað hundruðum milljóna sem hún fékk lánaðar til að nota í fjárhættuspil. Á sama tíma er ekki hægt að greiða þeim sem annast börnin okkar mannsæmandi laun og gamalmennum er hrúgað inn á fjársveltar stofnanir og gert að lifa á smánarlegri hungurlús. Forðum daga sagði vitur maður einmitt að menningarstig þjóða mætti ráða af því hvernig þær búa að börnum og öldruðum. Það er mikill áfellisdómur yfir Íslendingum. Ég vona að mér fyrirgefist að gráta þurrum tárum yfir óförum athafnakonu þessarar. Margt getur haft áhrif á gildismat þjóðar og siðferði. Það gildir líka um einstaklinga. Hömlulaust neyslubrjálæði hefur persónuleikabreytandi áhrif á fólk og veldur stigvaxandi siðblindu. Leggist brjálæði á heilar þjóðir getur það sent þær aftur á siðferðilegt steinaldarstig. Þegar einstaklingar hafa keyrt líf sitt í andlegt gjaldþrot með þrotlausri, hugbreytandi neyslu, er algert úrræðaleysi oft forsenda þess að þeir nái bata. Ekkert nema fullkomin uppgjöf getur fyllt þá þeirri örvæntingu sem þarf til að þeir endurskoði líf sitt og gildismat, forgangsraði upp á nýtt og átti sig á því hvað það raunverulega er sem gefur lífinu gildi og hvað það er sem byrgir sýnina á hin sönnu lífsins gæði. Þá verður það sjálfkrafa að keppikefli að láta neysluna lönd og leið. Þótt fólk geti þurft að glíma við erfið fráhvarfseinkenni, jafnvel þrálát síðhvörf, þá hættir neyslan að vera eftirsóknarverð. Það að vera laus úr vítahring neyslunnar verður dýrðlegri munaður en fólk óraði fyrir því að væri til. Kannski virkar sama lausn fyrir þjóðir sem blindaðar eru af neysluæði. Einhver kann að hugsa sem svo að þetta sé ekki sambærilegt, að þótt bæði fíklar og athafnafólk helgi líf sitt og vilja því að „komast í efni" hvað sem það kostar, þá sé merking orðasambandsins gerólík á milli þessara tveggja menningarheima. Gott og vel. En þeim, sem eru þeirrar skoðunar að neysla Íslendinga hafi ekki haft persónuleikabreytandi áhrif á þjóðarsálina upp á síðkastið, ráðlegg ég að skríða upp úr holunni sem þeir hafa hafst við í síðastliðin fimmtán ár og líta í kring um sig.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun